Trump boðar efnahagshrun verði hann ekki endurkjörinn Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2019 12:40 Trump fór um víðan völl í ræðu sinni í New Hampshire í gær eins og svo oft áður. Gerði hann lítið úr tali um mögulegan samdrátt. AP/Patrick Semansky Donald Trump Bandaríkjaforseti setti Bandaríkjamönnum afarkosti á kosningafundi með stuðningsmönnum sínum í New Hampshire í gær: annað hvort kjósa þeir hann aftur til forseta eða Bandaríkin horfi fram á efnahagshrun. Hagfræðingar hafa í auknum mæli varað við hættunni á efnahagskreppu á næstu mánuðum, meðal annars vegna viðskiptastríð Trump við Kína en einnig vegna samdráttar í öðrum löndum. Hlutabréfaverð hefur rokkað upp og niður undanfarna daga á milli frétta um frekari tolla á innfluttar vörur til Bandaríkjanna. Trump gerði lítið úr slíkum áhyggjum á stuðningsmannafundinum í New Hampshire í gærkvöldi og sagði hagkerfi Bandaríkjanna „það heitasta nokkurs staðar í heiminum“. Tengdi hann áframhaldandi efnahagsárangur beint við endurkjör sitt í kosningum á næsta ári, að sögn AP-fréttastofunnar. „Hvort sem þið elskið mig eða hatið mig þá verðið þið að kjósa mig!“ sagði Trump við stuðningsmenn sína. Fullyrti Trump án frekari rökstuðnings að ef hann hefði ekki náð kjöri árið 2016 hefði orðið hrun á verðbréfamarkaði. Tapi hann á næsta ári eigi lífeyrissparnaður Bandaríkjamanna og allt annað eftir að „fara í vaskinn“. Engu að síður virðist Trump og Hvíta húsið hafa raunverulegar áhyggjur af efnahaginum og afleiðingum viðskiptastríðsins við Kína. Í vikunni frestaði það tollum sem áttu að taka gildi á neytendaraftæki eins og fartölvur og snjallsíma um mánaðamótin fram í miðjan september. Var það undir þrýstingi frá bandarískum fyrirtækjum sem óttuðustu áhrif tollanna á jólaverslun. Þrátt fyrir að Trump hafi áður lýst því opinberlega yfir að auðvelt sé að vinna viðskiptastríð kvað við annan tón hjá honum í New Hamsphire í gærkvöldi. „Ég sagði aldrei að Kína yrði auðvelt,“ sagði forsetinn. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fresta frekari tollum á kínversk raftæki Hvíta húsið er sagt hafa verið undir þrýstingi frá fyrirtækjum og neytendasamtökum að fresta tollum á ýmsar innfluttar neytendavörur eins og snjallsíma og fartölvur. 13. ágúst 2019 16:09 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti setti Bandaríkjamönnum afarkosti á kosningafundi með stuðningsmönnum sínum í New Hampshire í gær: annað hvort kjósa þeir hann aftur til forseta eða Bandaríkin horfi fram á efnahagshrun. Hagfræðingar hafa í auknum mæli varað við hættunni á efnahagskreppu á næstu mánuðum, meðal annars vegna viðskiptastríð Trump við Kína en einnig vegna samdráttar í öðrum löndum. Hlutabréfaverð hefur rokkað upp og niður undanfarna daga á milli frétta um frekari tolla á innfluttar vörur til Bandaríkjanna. Trump gerði lítið úr slíkum áhyggjum á stuðningsmannafundinum í New Hampshire í gærkvöldi og sagði hagkerfi Bandaríkjanna „það heitasta nokkurs staðar í heiminum“. Tengdi hann áframhaldandi efnahagsárangur beint við endurkjör sitt í kosningum á næsta ári, að sögn AP-fréttastofunnar. „Hvort sem þið elskið mig eða hatið mig þá verðið þið að kjósa mig!“ sagði Trump við stuðningsmenn sína. Fullyrti Trump án frekari rökstuðnings að ef hann hefði ekki náð kjöri árið 2016 hefði orðið hrun á verðbréfamarkaði. Tapi hann á næsta ári eigi lífeyrissparnaður Bandaríkjamanna og allt annað eftir að „fara í vaskinn“. Engu að síður virðist Trump og Hvíta húsið hafa raunverulegar áhyggjur af efnahaginum og afleiðingum viðskiptastríðsins við Kína. Í vikunni frestaði það tollum sem áttu að taka gildi á neytendaraftæki eins og fartölvur og snjallsíma um mánaðamótin fram í miðjan september. Var það undir þrýstingi frá bandarískum fyrirtækjum sem óttuðustu áhrif tollanna á jólaverslun. Þrátt fyrir að Trump hafi áður lýst því opinberlega yfir að auðvelt sé að vinna viðskiptastríð kvað við annan tón hjá honum í New Hamsphire í gærkvöldi. „Ég sagði aldrei að Kína yrði auðvelt,“ sagði forsetinn.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fresta frekari tollum á kínversk raftæki Hvíta húsið er sagt hafa verið undir þrýstingi frá fyrirtækjum og neytendasamtökum að fresta tollum á ýmsar innfluttar neytendavörur eins og snjallsíma og fartölvur. 13. ágúst 2019 16:09 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Sjá meira
Fresta frekari tollum á kínversk raftæki Hvíta húsið er sagt hafa verið undir þrýstingi frá fyrirtækjum og neytendasamtökum að fresta tollum á ýmsar innfluttar neytendavörur eins og snjallsíma og fartölvur. 13. ágúst 2019 16:09