Segir auðvelt að vinna viðskiptastríð Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. mars 2018 09:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur engar áhyggjur af komandi viðskiptastríði. Nordicphotos/AFP Bandaríkin Viðskiptastríð eru góð fyrir almenning og það er auðvelt að vinna þau. Þetta sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í gær þegar hann brást við ósætti annarra ríkja við ákvörðun forsetans um að setja 25 prósenta innflutningstoll á stál og tíu prósent á ál. „Við verðum að vernda landið okkar og verkamennina okkar. Stáliðnaðurinn okkar er í slæmu standi. EF ÞÚ ERT EKKI MEÐ STÁL ERTU EKKI MEÐ RÍKI,“ tísti forsetinn. Jafnframt sagði hann að ekki væri skynsamlegt að leggja tolla á innfluttar vörur þegar önnur ríki legðu tolla á vörur sem fluttar eru þangað frá Bandaríkjunum. Trump sagði aukinheldur að þar sem Bandaríkin væru með milljarða dala viðskiptahalla gagnvart nærri hvaða ríki sem er væri þörf á viðskiptastríði. „Til dæmis, þegar við erum með hundrað milljarða dala viðskiptahalla gagnvart ákveðnu landi ættum við að hætta þeim viðskiptum. Við vinnum stórsigur. Það er auðvelt!“ Yfirvöld bæði í Kanada og Evrópusambandinu hafa nú þegar tilkynnt um að ráðist verði í gagnaðgerðir af einhverju tagi. Þá eru Mexíkó, Kína og Brasilía að velta fyrir sér að gera slíkt hið sama. Theo Leggett, fréttaskýrandi BBC, var í gær ósammála fullyrðingu forsetans. „Ef viðskiptastríð væru í raun og veru góð og það væri auðvelt að vinna þau væri Alþjóðaviðskiptastofnunin ekki til,“ sagði í skýringu Leggetts. Flestar þjóðir teldu ákjósanlegra að semja um ágreiningsmál. Verndarstefna gæti skaðað alla hlutaðeigandi aðila. Bruno Le Maire, fjármálaráðherra Frakklands, sagði í gær að ákvörðun Trumps væri óásættanleg. „Bandaríkin þurfa að átta sig á því að ef þau fylgja þessu eftir mun Evrópusambandið svara því á samhæfðan hátt. Einhliða aðgerð sem þessi er óásættanleg. Slíkar aðgerðir gætu haft mikil og varanleg áhrif á evrópskt hagkerfi.“ Talsmaður breska forsætisráðuneytisins sagði Bretlandsstjórn nú ræða við Trump um hvað fælist í aðgerðunum. „Við höfum sérstakar áhyggjur af því hvernig þetta gæti bitnað á breskum ál- og stáliðnaði.“ Birtist í Fréttablaðinu Brasilía Donald Trump Mexíkó Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Sjá meira
Bandaríkin Viðskiptastríð eru góð fyrir almenning og það er auðvelt að vinna þau. Þetta sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í gær þegar hann brást við ósætti annarra ríkja við ákvörðun forsetans um að setja 25 prósenta innflutningstoll á stál og tíu prósent á ál. „Við verðum að vernda landið okkar og verkamennina okkar. Stáliðnaðurinn okkar er í slæmu standi. EF ÞÚ ERT EKKI MEÐ STÁL ERTU EKKI MEÐ RÍKI,“ tísti forsetinn. Jafnframt sagði hann að ekki væri skynsamlegt að leggja tolla á innfluttar vörur þegar önnur ríki legðu tolla á vörur sem fluttar eru þangað frá Bandaríkjunum. Trump sagði aukinheldur að þar sem Bandaríkin væru með milljarða dala viðskiptahalla gagnvart nærri hvaða ríki sem er væri þörf á viðskiptastríði. „Til dæmis, þegar við erum með hundrað milljarða dala viðskiptahalla gagnvart ákveðnu landi ættum við að hætta þeim viðskiptum. Við vinnum stórsigur. Það er auðvelt!“ Yfirvöld bæði í Kanada og Evrópusambandinu hafa nú þegar tilkynnt um að ráðist verði í gagnaðgerðir af einhverju tagi. Þá eru Mexíkó, Kína og Brasilía að velta fyrir sér að gera slíkt hið sama. Theo Leggett, fréttaskýrandi BBC, var í gær ósammála fullyrðingu forsetans. „Ef viðskiptastríð væru í raun og veru góð og það væri auðvelt að vinna þau væri Alþjóðaviðskiptastofnunin ekki til,“ sagði í skýringu Leggetts. Flestar þjóðir teldu ákjósanlegra að semja um ágreiningsmál. Verndarstefna gæti skaðað alla hlutaðeigandi aðila. Bruno Le Maire, fjármálaráðherra Frakklands, sagði í gær að ákvörðun Trumps væri óásættanleg. „Bandaríkin þurfa að átta sig á því að ef þau fylgja þessu eftir mun Evrópusambandið svara því á samhæfðan hátt. Einhliða aðgerð sem þessi er óásættanleg. Slíkar aðgerðir gætu haft mikil og varanleg áhrif á evrópskt hagkerfi.“ Talsmaður breska forsætisráðuneytisins sagði Bretlandsstjórn nú ræða við Trump um hvað fælist í aðgerðunum. „Við höfum sérstakar áhyggjur af því hvernig þetta gæti bitnað á breskum ál- og stáliðnaði.“
Birtist í Fréttablaðinu Brasilía Donald Trump Mexíkó Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Sjá meira