Fótbolti

Hazard ekki með Real Madrid í fyrsta leik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hazard er dýrasti leikmaður í sögu Real Madrid.
Hazard er dýrasti leikmaður í sögu Real Madrid. vísir/getty
Eden Hazard verður fjarri góðu gamni vegna meiðsla þegar Real Madrid sækir Celta Vigo heim í 1. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar á morgun.Hazard meiddist aftan í læri á æfingu og verður frá í nokkrar vikur. Einhver bið verður því á því að dýrasti leikmaður í sögu Real Madrid leiki sinn fyrsta leik fyrir félagið.Hazard var ekki í sínu besta formi þegar hann mætti til æfinga eftir sumarfrí og var sjö kílóum of þungur.Á ýmsu hefur gengið hjá Real Madrid á undirbúningstímabilinu og þrátt fyrir að hafa keypt sterka leikmenn hefur bjartsýnin oft verið meiri en fyrir þetta tímabil.Real Madrid vann ekki einn einasta titil á síðasta tímabili. Liðið lenti í 3. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar og var 21 stigi á eftir meisturum Barcelona.Leikur Celta Vigo og Real Madrid hefst klukkan 15:00 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.