Fótbolti

Tilboðum spænsku risanna í Neymar hafnað: PSG vill frekar selja hann til Real

Anton Ingi Leifsson skrifar
Neymar á æfingu PSG á undirbúningstímabilinu.
Neymar á æfingu PSG á undirbúningstímabilinu. vísir/getty
Tilboðum frá Barcelona og Real Madrid í brasilísku stórstjörnuna, Neymar, hefur verið hafnað en blaðamaðurinn Guillem Balague greinir frá þessu.

Barcelona er talið hafa 100 milljónir evra auk Philippe Coutinho en eins og Vísir greindi frá í gær var það ekki talið heilla Börsunga.

Real Madrid bauð hins vegar pening auk Gareth Bale og James Rodriguez. Það vakti heldur ekki áhuga Parísarliðsins sem vildi fá Vinicius Junior en Real tók það ekki í mál.







Talið er að PSG vilji frekar selja Neymar til Real Madrid en Neymar varð dýrasti leikmaður heims er PSG borgaði 222 milljónir evra fyrir Neymar sumarið 2017.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×