Íslenski boltinn

Leiknir aðeins þremur stigum frá 2. sæti eftir dramatískan sigur á Þrótti | Sjáðu mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kristján Páll Jónsson lagði upp sigurmark Leiknis.
Kristján Páll Jónsson lagði upp sigurmark Leiknis. vísir/ernir

Ernir Bjarnason tryggði Leikni R. sigur á Þrótti R., 2-1, í 17. umferð Inkasso-deildar karla í kvöld.

Ernir skoraði sigurmark Leiknismanna þegar mínúta var til leiksloka. Breiðhyltingar eru áfram í 4. sæti deildarinnar en eru nú aðeins þremur stigum frá 2. sætinu. Leiknir hefur ekki tapað í fimm leikjum í röð. Þróttarar hafa hins vegar tapað tveimur leikjum í röð og eru í 8. sæti deildarinnar.

Gyrðir Hrafn Guðbrandsson kom Leikni yfir á 11. mínútu eftir sendingu Ingólfs Sigurðssonar. Lárus Björnsson jafnaði í 1-1 á 67. mínútu og allt stefndi í jafntefli. En Ernir var á öðru máli eins og fyrr sagði. Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan.


Klippa: Leiknir 2-1 Þróttur

Fjölnir og Grótta gerðu markalaust jafntefli í toppslag á Extra-vellinum í Grafarvogi. Þetta var þriðja jafntefli Fjölnismanna í röð og fjórða jafntefli Seltirninga í síðustu fimm leikjum.

Fjölnir er með 35 stig á toppi deildarinnar en Grótta er í 3. sæti með 31 stig, einu stigi á eftir Þór sem er í 2. sætinu.

Rick Ten Voorde bjargaði stigi fyrir Þórsara gegn Haukum fyrir norðan þegar hann skoraði úr vítaspyrnu þremur mínútum fyrir leikslok. Þetta var fimmta mark hollenska framherjans fyrir Þór í aðeins sjö leikjum.

Aron Freyr Róbertsson skoraði mark Hauka úr vítaspyrnu á 24. mínútu. Hafnfirðingar eru í 10. sæti deildarinnar með 15 stig. Magni getur sent Hauka í fallsæti með því að vinna Aftureldingu í lokaleik 17. umferðar á morgun.

Þá tryggði glæsilegt mark Dags Inga Valssonar Keflavík sigur á Víkingi Ó., 2-1, suður með sjó.

Staðan var 1-1 í hálfleik en bæði mörkin komu úr vítum. Adold Bitegeko kom Keflvíkingum yfir á 23. mínútu en Harley Willard jafnaði fyrir Ólsara sjö mínútum síðar. Á 71. mínútu skoraði Dagur Ingi sigurmarkið með góðu skoti eftir að hafa leikið á varnarmann gestanna.

Með sigrinum komst Keflavík upp fyrir Víking í 6. sæti deildarinnar.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.