Enski boltinn

„Eriksen er ekki nógu góður fyrir Real Madrid eða Barcelona“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Eriksen í leik með Tottenham á undirbúningstímabilinu.
Eriksen í leik með Tottenham á undirbúningstímabilinu. vísir/getty
Jamie Carragher, sparkspekingur Sky Sports og fyrrum leikmaður Liverpool, segir að Christian Eriksen sé ekki á því getustigi til þess að spila með Real Madrid og Barcelona.Eriksen hefur verið orðaður við mörg stórlið Evrópu í sumarglugganum en hann er enn hjá Tottenham þar sem hann á eitt ár eftir af samningi sínum.Spænsku risarnir voru á meðal þeirra sem voru nefndir til sögunnar sem næsti áfangastaður Danans. Carragher segir þó að það sé annar mikilvægari leikmaður í Tottenham-liðinu en Eriksen.„Eriksen er ekki nægilega góður fyrir Barcelona eða Real Madrid. Eriksen var heill heilsu í úrslitaleiknum gegn Liverpool og olli jafn miklum vonbrigðum og Kane. Það sást ekki mikið þar að hann væri aðalmaðurinn í Tottenham,“ skrifaði Carragher í Telegraph.„Ég skrifaði þetta ekki til að gera lítið úr Eriksen því hann er frábær knattspyrnumaður sem hefur skinið í Tottenham-treyjunni. Ég held bara Kane sé maðurinn sem Pochettino gæti ekki misst í glugganum eða á næstu þremur árum.“„Farðu í gegnum líkleg byrjunarlið Tottenham og Manchester City um helgina. Hvaða leikmaður Tottenham gæti verið á innkauparlista Pep Guardiola?“„Það er ástæða fyrir því að þetta er kallað „Harry Kane liðið“. Nú þegar Sergio Aguero 31 árs myndi Guardiola ekki elska neitt annað en fá framherja Tottenham sem arftaka Aguero. Ég væri hissa ef hann væri ekki númer eitt á listanum þeirra.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.