Íslenski boltinn

Magni komið upp úr fallsæti eftir annan sigurinn í röð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gunnar Örvar Stefánsson og félagar í Magna eru komnir á gott skrið.
Gunnar Örvar Stefánsson og félagar í Magna eru komnir á gott skrið. vísir/ernir

Magni er komið upp úr fallsæti í Inkasso-deild karla eftir annan sigurinn í röð. Í dag vann liðið 3-1 sigur á Aftureldingu á Grenivík.

Gestirnir úr Mosfellsbænum komust yfir á sjöundu mínútu en markið skoraði Ásgeir Örn Arnþórsson.

Afturelding var einu marki undir í hálfleik en einnig manni færri eftir að Alejandro Martin fékk tvö gul spjöld á þriggja mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks.

Heimamenn gengu á lagið í síðari hálfleik. Kristinn Þór Rósbergsson jafnaði metin á 54. mínútu og sjö mínútum síðar kom Kian Williams Magna yfir.

Louis Aaron Wardle gerði svo þriðja markið á 84. mínútu og tryggði Magna mikilvægan 3-1 sigur.

Magni er með sigrinum komið upp í 10. sætið með sautján stig. Haukar fara því í fallsætið en þeir eru með 15 stig.

Afturelding er í níunda sætinu með 17 stig. Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá úrslit.net.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.