Íslenski boltinn

Valli Reynis fór úr að ofan þegar bikarmeistararnir renndu í hlað á Selfossi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Selfyssingar unnu sinn fyrsta stóra titil í fótbolta í kvöld.
Selfyssingar unnu sinn fyrsta stóra titil í fótbolta í kvöld. vísir/daníel

Ein óvæntasta stjarna ársins er Selfyssingurinn Gunnar Valgeir Reynisson, eða Valli Reynis sem Ingó Veðurguð gerði ódauðlegan í samnefndu lagi.

Ingó flutti lagið um Valla Reynis m.a. í Brekkusöngnum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og vakti það stormandi lukku.

Lagið var einnig spilað á Laugardalsvellinum þegar kvennalið Selfoss varð bikarmeistari í fótbolta eftir 2-1 sigur á KR í framlengingu í kvöld.

Þegar bikarmeistararnir nýkrýndu komu á Selfoss í kvöld tóku bæjarbúar á móti þeim. Valli var þar á meðal og að sjálfsögðu ber að ofan en í laginu er sungið um að Valli trylli kofann er hann fari úr að ofan.

Guðmundur Karl Sigurdórsson, ritstjóri sunnlenska.is, birti skemmtilega mynd á Twitter af Valla Reynis þegar hann tók á móti bikarmeisturunum í kvöld.


Með því að smella hér má lesa umfjöllun Vísis um Valla Reynis frá því fyrr í vikunni. 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.