Íslenski boltinn

Valli Reynis fór úr að ofan þegar bikarmeistararnir renndu í hlað á Selfossi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Selfyssingar unnu sinn fyrsta stóra titil í fótbolta í kvöld.
Selfyssingar unnu sinn fyrsta stóra titil í fótbolta í kvöld. vísir/daníel
Ein óvæntasta stjarna ársins er Selfyssingurinn Gunnar Valgeir Reynisson, eða Valli Reynis sem Ingó Veðurguð gerði ódauðlegan í samnefndu lagi.Ingó flutti lagið um Valla Reynis m.a. í Brekkusöngnum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og vakti það stormandi lukku.Lagið var einnig spilað á Laugardalsvellinum þegar kvennalið Selfoss varð bikarmeistari í fótbolta eftir 2-1 sigur á KR í framlengingu í kvöld.Þegar bikarmeistararnir nýkrýndu komu á Selfoss í kvöld tóku bæjarbúar á móti þeim. Valli var þar á meðal og að sjálfsögðu ber að ofan en í laginu er sungið um að Valli trylli kofann er hann fari úr að ofan.Guðmundur Karl Sigurdórsson, ritstjóri sunnlenska.is, birti skemmtilega mynd á Twitter af Valla Reynis þegar hann tók á móti bikarmeisturunum í kvöld.Með því að smella hér má lesa umfjöllun Vísis um Valla Reynis frá því fyrr í vikunni. 


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.