Íslenski boltinn

Sjáðu sigurfögnuð Selfyssinga og bikarinn fara á loft

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gleði Selfyssinga var ósvikin.
Gleði Selfyssinga var ósvikin. vísir/daníel
Selfoss vann sinn fyrsta stóra titil í fótbolta þegar liðið lagði KR að velli, 2-1, í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna í kvöld.

Þetta var þriðji bikarúrslitaleikur Selfoss í kvennaflokki. Liðið tapaði fyrir Stjörnunni 2014 og 2015.

Selfoss lenti undir í leiknum í kvöld þegar Gloria Douglas skoraði fyrir KR á 17. mínútu. Hólmfríður Magnúsdóttir jafnaði með glæsilegu marki á 36. mínútu. Fleiri urðu mörkin ekki í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja.

Á 102. mínútu skoraði varamaðurinn Þóra Jónsdóttir sigurmark Selfoss. Þetta var hennar fyrsta mark í meistaraflokki.

Mikill fögnuður braust út hjá Selfyssingum þegar Egill Arnar Sigurþórsson flautaði til leiksloka.

Fögnuð Selfyssinga í leikslok og bikarlyftinguna má sjá hér fyrir neðan.

Fögnuður Selfyssinga


Selfyssingar lyfta bikarnum



Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×