Íslenski boltinn

Sjáðu sigurfögnuð Selfyssinga og bikarinn fara á loft

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gleði Selfyssinga var ósvikin.
Gleði Selfyssinga var ósvikin. vísir/daníel

Selfoss vann sinn fyrsta stóra titil í fótbolta þegar liðið lagði KR að velli, 2-1, í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna í kvöld.

Þetta var þriðji bikarúrslitaleikur Selfoss í kvennaflokki. Liðið tapaði fyrir Stjörnunni 2014 og 2015.

Selfoss lenti undir í leiknum í kvöld þegar Gloria Douglas skoraði fyrir KR á 17. mínútu. Hólmfríður Magnúsdóttir jafnaði með glæsilegu marki á 36. mínútu. Fleiri urðu mörkin ekki í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja.

Á 102. mínútu skoraði varamaðurinn Þóra Jónsdóttir sigurmark Selfoss. Þetta var hennar fyrsta mark í meistaraflokki.

Mikill fögnuður braust út hjá Selfyssingum þegar Egill Arnar Sigurþórsson flautaði til leiksloka.

Fögnuð Selfyssinga í leikslok og bikarlyftinguna má sjá hér fyrir neðan.

Fögnuður Selfyssinga


Selfyssingar lyfta bikarnumTengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.