Enski boltinn

Guardiola segir rifrildið við Agüero á misskilningi byggt

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Agüero var tekinn af velli á 66. mínútu. Hann reifst við Guardiola á leið sinni á varamannabekkinn.
Agüero var tekinn af velli á 66. mínútu. Hann reifst við Guardiola á leið sinni á varamannabekkinn. vísir/getty

Sergio Agüero lenti í orðaskaki við Pep Guardiola þegar hann var tekinn út af um miðjan seinni hálfleik í leik Manchester City og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær. Leikar fóru 2-2.

Guardiola segir að þetta hafi allt verið á misskilningi byggt.

„Agüero hélt að ég væri ósáttur við hann út af markinu sem við fengum á okkur. En það kom eftir hornspyrnu,“ sagði Guardiola eftir leikinn í gær.

„Ég vildi hreyfingu, maður gegn manni. Hann hélt að ég væri reiður út í hann. Stundum er ég ýktur á hliðarlínunni en það kemur sjaldan fyrir að ég sé reiður út í leikmenn.“

Agüero var tekinn út af á 66. mínútu, tíu mínútum eftir að Lucas Moura jafnaði í 2-2 fyrir Tottenham. Agüero kom City í 2-1 þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik.

Raheem Sterling skoraði í uppbótartíma en markið var dæmt af með hjálp myndbandstækni.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.