Enski boltinn

Guardiola segir rifrildið við Agüero á misskilningi byggt

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Agüero var tekinn af velli á 66. mínútu. Hann reifst við Guardiola á leið sinni á varamannabekkinn.
Agüero var tekinn af velli á 66. mínútu. Hann reifst við Guardiola á leið sinni á varamannabekkinn. vísir/getty
Sergio Agüero lenti í orðaskaki við Pep Guardiola þegar hann var tekinn út af um miðjan seinni hálfleik í leik Manchester City og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær. Leikar fóru 2-2.Guardiola segir að þetta hafi allt verið á misskilningi byggt.„Agüero hélt að ég væri ósáttur við hann út af markinu sem við fengum á okkur. En það kom eftir hornspyrnu,“ sagði Guardiola eftir leikinn í gær.„Ég vildi hreyfingu, maður gegn manni. Hann hélt að ég væri reiður út í hann. Stundum er ég ýktur á hliðarlínunni en það kemur sjaldan fyrir að ég sé reiður út í leikmenn.“Agüero var tekinn út af á 66. mínútu, tíu mínútum eftir að Lucas Moura jafnaði í 2-2 fyrir Tottenham. Agüero kom City í 2-1 þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik.Raheem Sterling skoraði í uppbótartíma en markið var dæmt af með hjálp myndbandstækni.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.