Sagt upp störfum eftir að hafa rétt ferðalangi miða sem á stóð: „Þú ljótur“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. ágúst 2019 20:12 Konan rétti Strassner miðann eftir að hann fór í gegnum vopnaleitarhlið. Skjáskot Öryggisstarfsmanni á Greater Rochester-alþjóðaflugvellinum hefur verið sagt upp störfum eftir að hafa rétt farþega sem ferðaðist í gegn um flugvöllinn miða þar sem honum var tjáð að hann skoraði ekki hátt þegar kæmi að hefðbundnum fegurðarstöðlum, að mati starfsmannsins. „Þú ljótur“ (e. You ugly) stóð á miðanum sem starfsmaðurinn rétti Neal Strassner þegar hann fór í gegn um öryggisleit flugvallarins í lok júnímánaðar. Strassner segist nýlega hafa fengið upptöku úr öryggismyndavél flugvallarins þar sem starfsmaðurinn sést rétta honum miðann. „Ég hringdi í flugvöllinn og reyndi að fá upplýsingar. Þau sögðu mér að ég yrði að eiga málið við sýsluna. Ég hringdi þangað og þau sögðu að ég gæti nálgast upptökuna á grundvelli laga um upplýsingafrelsi,“ hefur fréttastofa NBC eftir Strassner.„Þú ljótur!!!“ Miðinn sem um ræðir.Neal StrassnerEftir að hafa fengið miðann í hendurnar gekk Strassner frá öryggisleitarhliðinu þegar starfsmaðurinn kallaði á eftir honum: „Ætlarðu að opna miðann?“ Strassner segist hafa orðið mjög ringlaður. Hann hafi horft undrandi á miðann og hugsað með sér hvað þetta væru skrýtnar aðstæður. Strassner segist í samtali við fjölmiðla vestanhafs ferðast vikulega í gegn um flugvöllinn sökum vinnu sinnar. Hann hafi haft samband við flugvöllinn samdægurs atvikinu til þess að skila inn formlegri kvörtun. Honum hafi þá verið ráðlagt að ræða við yfirmann öryggisleitarinnar í næstu ferð sinni í gegn um flugvöllinn. Hann hafi gert það, en sagðist hafa fengið það á tilfinninguna að honum hafi ekki verið trúað. Starfsmaðurinn sem um ræðir var ekki á mála hjá flugvellinum, heldur hjá öryggisverktakafyrirtæki sem fer með öryggismál á vellinum. Segir Strassner fyrirtækið hafa lofað því að hafa samband við hann ekki síðar en 13. ágúst vegna málsins. Hann heyrði hins vegar ekkert frá fyrirtækinu og brá þá á það ráð að hlaða myndbandi af atvikinu upp á spjallborðssíðuna Reddit síðastliðinn fimmtudag. Innan tveggja tíma eftir að myndbandið fór þar inn hafði fyrirtækið samband og hefur nú sagt starfsmanninum upp. Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Öryggisstarfsmanni á Greater Rochester-alþjóðaflugvellinum hefur verið sagt upp störfum eftir að hafa rétt farþega sem ferðaðist í gegn um flugvöllinn miða þar sem honum var tjáð að hann skoraði ekki hátt þegar kæmi að hefðbundnum fegurðarstöðlum, að mati starfsmannsins. „Þú ljótur“ (e. You ugly) stóð á miðanum sem starfsmaðurinn rétti Neal Strassner þegar hann fór í gegn um öryggisleit flugvallarins í lok júnímánaðar. Strassner segist nýlega hafa fengið upptöku úr öryggismyndavél flugvallarins þar sem starfsmaðurinn sést rétta honum miðann. „Ég hringdi í flugvöllinn og reyndi að fá upplýsingar. Þau sögðu mér að ég yrði að eiga málið við sýsluna. Ég hringdi þangað og þau sögðu að ég gæti nálgast upptökuna á grundvelli laga um upplýsingafrelsi,“ hefur fréttastofa NBC eftir Strassner.„Þú ljótur!!!“ Miðinn sem um ræðir.Neal StrassnerEftir að hafa fengið miðann í hendurnar gekk Strassner frá öryggisleitarhliðinu þegar starfsmaðurinn kallaði á eftir honum: „Ætlarðu að opna miðann?“ Strassner segist hafa orðið mjög ringlaður. Hann hafi horft undrandi á miðann og hugsað með sér hvað þetta væru skrýtnar aðstæður. Strassner segist í samtali við fjölmiðla vestanhafs ferðast vikulega í gegn um flugvöllinn sökum vinnu sinnar. Hann hafi haft samband við flugvöllinn samdægurs atvikinu til þess að skila inn formlegri kvörtun. Honum hafi þá verið ráðlagt að ræða við yfirmann öryggisleitarinnar í næstu ferð sinni í gegn um flugvöllinn. Hann hafi gert það, en sagðist hafa fengið það á tilfinninguna að honum hafi ekki verið trúað. Starfsmaðurinn sem um ræðir var ekki á mála hjá flugvellinum, heldur hjá öryggisverktakafyrirtæki sem fer með öryggismál á vellinum. Segir Strassner fyrirtækið hafa lofað því að hafa samband við hann ekki síðar en 13. ágúst vegna málsins. Hann heyrði hins vegar ekkert frá fyrirtækinu og brá þá á það ráð að hlaða myndbandi af atvikinu upp á spjallborðssíðuna Reddit síðastliðinn fimmtudag. Innan tveggja tíma eftir að myndbandið fór þar inn hafði fyrirtækið samband og hefur nú sagt starfsmanninum upp.
Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira