„Hingað og ekki lengra“ Sylvía Hall skrifar 18. ágúst 2019 22:00 „Þetta er ekki góð þróun og þetta er þróun sem við verðum að bregðast mjög hart við, öll ríki heims. Ég er alinn upp við að hafa fjóra jökla við sjóndeildarhringinn; Snæfellsjökul, Eiríksjökul, Langjökul og Okið. Núna þegar maður fer heim í sveitina þá sér maður ekki lengur jökul upp á Okinu,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra eftir minningarathöfn um jökulinn Ok í dag. Hann segir nauðsynlegt að bregðast hratt við þeirri þróun sem nú á sér stað. Fjölmennt var við minningarathöfnina í dag þar sem jökullinn Ok var formlega kvaddur, en hann missti titil sinn sem jökull árið 2014. Guðmundur Ingi segir Ísland nú þegar hafa tekið ákveðin skref í þágu loftslagsmála, til að mynda í samgöngumálum, en það þurfi meira til.Sjá einnig: Vonar að leiðtogar Norðurlandanna lýsi yfir loftslagsneyðarástandi „Við þurfum að taka skipaflotann líka og síðan þarf að taka flugið þannig að það er eitt, annað er síðan að það verður líka mikil losun gróðurhúsaloftegunda frá landi og þar þarf að taka á þessum málum líka, bæði með því að endurheimta land og fara betur með það land sem fyrir hendi er.“Margir voru viðstaddir minningarathöfnina í dag.Vísir/Jóhann K.Guðmundur Ingi segir mikilvægt að Ísland, sem sé þekkt fyrir fallegt landslag og táknræna jökla, sendi skýr skilaboð til heimsbyggðarinnar í þessum efnum. Nú sé þörf á því að allir taki höndum saman; Ísland, Norðurlöndin og heimsbyggðin öll. „Við erum og verðum ávallt að vera í fremstu röð.“ Aðspurður hvort áhugaleysi almennings á málaflokknum sé vandamál segir Guðmundur Ingi svo ekki vera. Almenningur hafi mikinn áhuga á umhverfismálum en stjórnmálamenn þurfi að vera leiðandi á því sviði. „Við stjórnmálamenn gefum þá von sem þarf að gefa til þess að almenningur komi með í þessa vegferð, til þess að fyrirtæki komi með í þessa vegferð og það er gríðarlega mikilvægt að við getum í sameiningu tekið á þessu stóra viðfangsefni.“ Borgarbyggð Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir „Í dag kveðjum við formlega jökulinn Ok" "Minningarathöfn fór fram við fyrrverandi jökulinn Ok í dag. Ok varð árið 2014 fyrsti jökullinn til að missa titil sinn sem slíkur en vísindamenn telja ljóst að sömu örlög blasi að óbreyttu við jöklum heims vegna loftslagsbreytinga. 18. ágúst 2019 13:32 „Við erum löngu orðin of sein að bregðast við“ Jöklasérfræðingur segir þegar ljóst að loftslagsbreytingar hafi í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir allt mannkyn. 18. ágúst 2019 19:46 Vonar að leiðtogar Norðurlandanna lýsi yfir loftslagsneyðarástandi Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands, sagði það bæði sorglegt og táknrænt að kveðja jökulinn Ok í dag. 18. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
„Þetta er ekki góð þróun og þetta er þróun sem við verðum að bregðast mjög hart við, öll ríki heims. Ég er alinn upp við að hafa fjóra jökla við sjóndeildarhringinn; Snæfellsjökul, Eiríksjökul, Langjökul og Okið. Núna þegar maður fer heim í sveitina þá sér maður ekki lengur jökul upp á Okinu,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra eftir minningarathöfn um jökulinn Ok í dag. Hann segir nauðsynlegt að bregðast hratt við þeirri þróun sem nú á sér stað. Fjölmennt var við minningarathöfnina í dag þar sem jökullinn Ok var formlega kvaddur, en hann missti titil sinn sem jökull árið 2014. Guðmundur Ingi segir Ísland nú þegar hafa tekið ákveðin skref í þágu loftslagsmála, til að mynda í samgöngumálum, en það þurfi meira til.Sjá einnig: Vonar að leiðtogar Norðurlandanna lýsi yfir loftslagsneyðarástandi „Við þurfum að taka skipaflotann líka og síðan þarf að taka flugið þannig að það er eitt, annað er síðan að það verður líka mikil losun gróðurhúsaloftegunda frá landi og þar þarf að taka á þessum málum líka, bæði með því að endurheimta land og fara betur með það land sem fyrir hendi er.“Margir voru viðstaddir minningarathöfnina í dag.Vísir/Jóhann K.Guðmundur Ingi segir mikilvægt að Ísland, sem sé þekkt fyrir fallegt landslag og táknræna jökla, sendi skýr skilaboð til heimsbyggðarinnar í þessum efnum. Nú sé þörf á því að allir taki höndum saman; Ísland, Norðurlöndin og heimsbyggðin öll. „Við erum og verðum ávallt að vera í fremstu röð.“ Aðspurður hvort áhugaleysi almennings á málaflokknum sé vandamál segir Guðmundur Ingi svo ekki vera. Almenningur hafi mikinn áhuga á umhverfismálum en stjórnmálamenn þurfi að vera leiðandi á því sviði. „Við stjórnmálamenn gefum þá von sem þarf að gefa til þess að almenningur komi með í þessa vegferð, til þess að fyrirtæki komi með í þessa vegferð og það er gríðarlega mikilvægt að við getum í sameiningu tekið á þessu stóra viðfangsefni.“
Borgarbyggð Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir „Í dag kveðjum við formlega jökulinn Ok" "Minningarathöfn fór fram við fyrrverandi jökulinn Ok í dag. Ok varð árið 2014 fyrsti jökullinn til að missa titil sinn sem slíkur en vísindamenn telja ljóst að sömu örlög blasi að óbreyttu við jöklum heims vegna loftslagsbreytinga. 18. ágúst 2019 13:32 „Við erum löngu orðin of sein að bregðast við“ Jöklasérfræðingur segir þegar ljóst að loftslagsbreytingar hafi í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir allt mannkyn. 18. ágúst 2019 19:46 Vonar að leiðtogar Norðurlandanna lýsi yfir loftslagsneyðarástandi Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands, sagði það bæði sorglegt og táknrænt að kveðja jökulinn Ok í dag. 18. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
„Í dag kveðjum við formlega jökulinn Ok" "Minningarathöfn fór fram við fyrrverandi jökulinn Ok í dag. Ok varð árið 2014 fyrsti jökullinn til að missa titil sinn sem slíkur en vísindamenn telja ljóst að sömu örlög blasi að óbreyttu við jöklum heims vegna loftslagsbreytinga. 18. ágúst 2019 13:32
„Við erum löngu orðin of sein að bregðast við“ Jöklasérfræðingur segir þegar ljóst að loftslagsbreytingar hafi í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir allt mannkyn. 18. ágúst 2019 19:46
Vonar að leiðtogar Norðurlandanna lýsi yfir loftslagsneyðarástandi Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands, sagði það bæði sorglegt og táknrænt að kveðja jökulinn Ok í dag. 18. ágúst 2019 21:00