Erlent

Aftur skorið á samskiptin

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Ákvörðun Indlandsstjórnar um Kasmír mótmælt.
Ákvörðun Indlandsstjórnar um Kasmír mótmælt. Nordicphotos/AFP
Stjórnvöld á Indlandi drógu ákvörðun sína um að heimila síma- og internetnotkun í ýmsum hverfum borgarinnar Srinagar í indverska hluta Kasmír til baka í gær. Þá var útgöngubann sett aftur á sömuleiðis. Þetta hafði Reuters eftir heimildarmönnum á svæðinu en tugir höfðu særst fyrr um daginn í átökum lögreglu og íbúa.

Stjórn Narendra Modi forsætisráðherra ákvað fyrr í mánuðinum að svipta indverska hluta Kasmír sjálfsstjórn. Hann felldi stjórnarskrá héraðsins úr gildi og dró löggjafarvaldið til baka. Að eigin sögn til að sameina Indland undir einni stjórnarskrá en að sögn gagnrýnenda til þess að ógilda lög svæðisins um að aðkomufólk fái ekki að kaupa jarðir.

Hugmyndin er, samkvæmt gagnrýnendum, sú að þannig geti BJP-flokkur Modi, sem aðhyllist hindúa-þjóðernishyggju, breytt þeirri staðreynd að múslimar eru í meirihluta í Kasmír.

Ákvörðuninni hefur verið harðlega mótmælt í Kasmír og hafa stjórnvöld, samkvæmt Reuters, látið reisa vegatálma til þess að hindra för íbúa um svæðið.
Tengdar fréttir

Spenna í Kasmír

Vaxandi spenna er í Kasmír-héraði á landamærum Indlands og Pakistans eftir að indversk stjórnvöld sviptu þann hluta héraðsins sem lýtur þeirra stjórn sérstökum réttindum. Pakistönsk stjórnvöld saka Indverja um að hafa með framferði sínu brotið gegn ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

Mótmæltu við sendiráð Indlands á Túngötu

Nokkur fjöldi fólks kom saman fyrir utan sendiráð Indlands við Túngötu í höfuðborginni í dag til að mótmæla aðgerðum yfirvalda á Indlandi í Kasmír-héraði.

Indverjar afnema sérstöðu Kasmír-héraðs

Ríkisstjórn Indlands hefur í hyggju að fella úr gildi ákvæði í stjórnarskrá ríkisins sem kveður á um sérstöðu Kasmír-héraðs. Yfirvöld í Indlandi hafa á undanförnum dögum flutt þúsundir hermanna til Kasmír-héraðs.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.