Erlent

Spenna í Kasmír

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans.
Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans. Vísir/Getty
Vaxandi spenna er í Kasmír-héraði á landamærum Indlands og Pakistans eftir að indversk stjórnvöld sviptu þann hluta héraðsins sem lýtur þeirra stjórn sérstökum réttindum. Pakistönsk stjórnvöld saka Indverja um að hafa með framferði sínu brotið gegn ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans, sagði í ávarpi til þingsins að leitað yrði til alþjóðlegra dómstóla. Með afnámi réttindanna verður utanaðkomandi aðilum heimilað að eignast fasteignir í héraðinu. Þetta telja Pakistanar tilraun til að breyta íbúasamsetningu héraðsins.



Indverjar telja hins vegar aðgerðir sínar vera í samræmi við lög.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×