Íslenski boltinn

Nýliðarnir gætu myndað saman stórglæsilegt tímabil

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
HK-ingar fagna góðum sigri í sumar.
HK-ingar fagna góðum sigri í sumar. vísir/bára

HK og ÍA eru nýliðar í Pepsi Max deild karla í fótbolta í sumar en knattspyrnuáhugafólk hefur séð tvær mjög ólíkar útgáfur af báðum liðum í sumar.

Skagamenn voru á toppnum eftir sex umferðir og HK-ingar voru komnir í baráttuna um Evrópusætið þegar þegar töpuðu tveimur stigum í Grindavík í gær.

Nú er svo komið að nýliðarnir gætu myndað í sameiningu stórglæsilegt tímabil, það er ef við tækjum byrjun Skagamanna og myndum leggja hana saman við miðhluta tímabils HK-inga.

Þetta ímyndaða lið væri nefnilega með 36 stig og +15 í markatölu eða sama árangur og topplið KR-inga. KR-ingar fá reyndar tækifæri til að bæta við það á heimavelli á móti Víkingum í kvöld.

Að sama skapi er hægt að setja saman ansi slakt tímabil með byrjun HK-inga og svo miðhlutanum hjá Skagamönnum. Það lið væri bara með 11 stig og -10 í markatölu og væri í slæmum málum í fallsæti.

Góða tímabil sameinaða nýliða
Fyrstu sex umferðirnar hjá ÍA: 16 stig (+8 í markatölu)
Síðustu ellefu umferðirnar hjá HK: 20 stig (+7 í markatölu)
Þessar sautján umferðir lagðar saman: 36 stig (+15 í markatölu)

Toppliðin væru:
KR 36 stig (+15)
HK/ÍA 36 stig (+15)
Breiðablik 29 stig (+12)
FH 28 stig (0)
Stjarnan 27 stig (+4)

Slæma tímabil sameinaða nýliða
Fyrstu sex umferðirnar hjá HK: 5 stig (-2 í markatölu)
Síðustu ellefu umferðirnar hjá ÍA: 6 stig (-8 í markatölu)
Þessar sautján umferðir lagðar saman: 11 stig (-10 í markatölu)

Botnliðin væru:
Fylkir 22 stig (-3)
KA 20 stig (-5)
Víkingur 19 stig (-1)
Grindavík 18 stig (-5)
HK/ÍA 11 stig (-10)
ÍBV 6 stig (-26)Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.