Hubble fann reikistjörnu í laginu eins og ruðningsbolti Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2019 17:04 Teikning af því hvernig WASP-121b gæti litið út. Ógnarsterkir flóðkraftar toga og teygja reikistjörnuna þannig að hún er í laginu eins og ruðningsbolti. NASA/ESA/J. Olmsted Fjarreikistjarna sem fannst með Hubble-geimsjónaukanum gengur svo þétt um móðurstjörnu sína að flóðkraftar valda því að hún er í laginu eins og ruðningsbolti. Svo heitur verður lofthjúpur reikistjörnunnar að þungmálmar sleppa úr honum út í geim. WASP-121b er gasrisi í sólkerfi um 900 ljósárum frá jörðinni, svonefndur „heitur Júpíter“. Það eru gasrisar sem ganga þétt upp við móðurstjörnu sína með stuttan umferðartíma þannig að lofthjúpur þeirra hitnar mikið. Svo þétt gengur WASP-121b upp við sína stjörnu að efri lög lofthjúpsins ná rúmlega 2.500°C hita. Það er tífalt heitara en lofthjúpur nokkurrar annarrar þekktrar reikistjörnu. Yfirleitt eru heitir gasrisar nógu svalir að innan til að þyngri frumefni eins og magnesíum og járn þéttist í ský. Á þessari fjarreikistjörnu er hitinn svo mikill að magnesíum og járn streyma út úr lofthjúpnum og út í geim. Þetta er í fyrsta skipti sem þyngri frumefni en vetni eða helíum sjást sleppa frá heitum gasrisa, að því er segir í tilkynningu á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. „Þungmálmarnir sleppa að hluta til vegna þess að reikistjarnan er svo stór og útblásin að þyngdarkraftur hennar er tiltölulega veikur. Þetta er reikistjarna sem verið er að rífa lofthjúpinn af,“ segir David Sing frá Johns Hopkins-háskóla í Baltimore.Gastegundir streyma út eins og fljót Móðurstjarnan er bjartari og heitari en sólin okkar. Útfjólubláir geislar hennar baka efri hluta lofthjúps WASP-121b. Stjörnufræðingar telja að málmarnir eigi mögulega þátt í að hita hann enn frekar þar sem þeir gera lofthjúpinn ógegnsærri á fjólublátt ljós. WASP-121b er jafnframt svo nálægt móðurstjörnunni að hún er á mörkum þess að rifna í sundur af völdum flóðkraftanna. Þeir valda því að lögun reikistjörnunnar líkist ruðningsbolta. Athuganirnar á WASP-121b eru sagðar hjálpa stjörnufræðingum að skilja hvernig reikistjörnur glata lofthjúpi sínum. Reikistjörnur verða til úr ryk- og gasskífum og lofthjúpur þeirra verður yfirleitt til úr léttustu gastegundum, vetni og helíum, sem eru jafnframt algengustu frumefni alheimsins. Lofthjúpurinn rýrnar eftir því sem reikistjarnan nálgast móðurstjörnu sína. „Heitir Júpíterar eru aðallega úr vetni og Hubble er mjög næmur fyrir vetni þannig að við vitum að þessar reikistjörnur geta tapað gasi tiltölulega auðveldlega. Í tilfelli WASP-121b flæðir vetnis- og helíumgas út, næstum eins og fljót, og það dregur með sér þessar málma. Þetta er mjög skilvirk leið fyrir massatap,“ segir Sing. Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Fundu sterkar vísendingar um fyrsta fjartunglið Tunglið er tröllaukið, á stærð við Neptúnus. Verði fundurinn staðfestur er þetta fyrsta tunglið sem menn finna utan sólkerfisins okkar. 4. október 2018 23:32 Vatn víða að finna á fjarlægum plánetum 18. ágúst 2018 08:30 Mögulega lífvænlegur hnöttur í rólegu hverfi Fjarreikistjarnan Ross 128b er á stærð við jörðina og á braut um stjörnu sem gæti hentað betur fyrir möguleikann á lífi en margar aðrar sem fundist hafa fram að þessu. 16. nóvember 2017 16:00 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Fjarreikistjarna sem fannst með Hubble-geimsjónaukanum gengur svo þétt um móðurstjörnu sína að flóðkraftar valda því að hún er í laginu eins og ruðningsbolti. Svo heitur verður lofthjúpur reikistjörnunnar að þungmálmar sleppa úr honum út í geim. WASP-121b er gasrisi í sólkerfi um 900 ljósárum frá jörðinni, svonefndur „heitur Júpíter“. Það eru gasrisar sem ganga þétt upp við móðurstjörnu sína með stuttan umferðartíma þannig að lofthjúpur þeirra hitnar mikið. Svo þétt gengur WASP-121b upp við sína stjörnu að efri lög lofthjúpsins ná rúmlega 2.500°C hita. Það er tífalt heitara en lofthjúpur nokkurrar annarrar þekktrar reikistjörnu. Yfirleitt eru heitir gasrisar nógu svalir að innan til að þyngri frumefni eins og magnesíum og járn þéttist í ský. Á þessari fjarreikistjörnu er hitinn svo mikill að magnesíum og járn streyma út úr lofthjúpnum og út í geim. Þetta er í fyrsta skipti sem þyngri frumefni en vetni eða helíum sjást sleppa frá heitum gasrisa, að því er segir í tilkynningu á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. „Þungmálmarnir sleppa að hluta til vegna þess að reikistjarnan er svo stór og útblásin að þyngdarkraftur hennar er tiltölulega veikur. Þetta er reikistjarna sem verið er að rífa lofthjúpinn af,“ segir David Sing frá Johns Hopkins-háskóla í Baltimore.Gastegundir streyma út eins og fljót Móðurstjarnan er bjartari og heitari en sólin okkar. Útfjólubláir geislar hennar baka efri hluta lofthjúps WASP-121b. Stjörnufræðingar telja að málmarnir eigi mögulega þátt í að hita hann enn frekar þar sem þeir gera lofthjúpinn ógegnsærri á fjólublátt ljós. WASP-121b er jafnframt svo nálægt móðurstjörnunni að hún er á mörkum þess að rifna í sundur af völdum flóðkraftanna. Þeir valda því að lögun reikistjörnunnar líkist ruðningsbolta. Athuganirnar á WASP-121b eru sagðar hjálpa stjörnufræðingum að skilja hvernig reikistjörnur glata lofthjúpi sínum. Reikistjörnur verða til úr ryk- og gasskífum og lofthjúpur þeirra verður yfirleitt til úr léttustu gastegundum, vetni og helíum, sem eru jafnframt algengustu frumefni alheimsins. Lofthjúpurinn rýrnar eftir því sem reikistjarnan nálgast móðurstjörnu sína. „Heitir Júpíterar eru aðallega úr vetni og Hubble er mjög næmur fyrir vetni þannig að við vitum að þessar reikistjörnur geta tapað gasi tiltölulega auðveldlega. Í tilfelli WASP-121b flæðir vetnis- og helíumgas út, næstum eins og fljót, og það dregur með sér þessar málma. Þetta er mjög skilvirk leið fyrir massatap,“ segir Sing.
Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Fundu sterkar vísendingar um fyrsta fjartunglið Tunglið er tröllaukið, á stærð við Neptúnus. Verði fundurinn staðfestur er þetta fyrsta tunglið sem menn finna utan sólkerfisins okkar. 4. október 2018 23:32 Vatn víða að finna á fjarlægum plánetum 18. ágúst 2018 08:30 Mögulega lífvænlegur hnöttur í rólegu hverfi Fjarreikistjarnan Ross 128b er á stærð við jörðina og á braut um stjörnu sem gæti hentað betur fyrir möguleikann á lífi en margar aðrar sem fundist hafa fram að þessu. 16. nóvember 2017 16:00 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Fundu sterkar vísendingar um fyrsta fjartunglið Tunglið er tröllaukið, á stærð við Neptúnus. Verði fundurinn staðfestur er þetta fyrsta tunglið sem menn finna utan sólkerfisins okkar. 4. október 2018 23:32
Mögulega lífvænlegur hnöttur í rólegu hverfi Fjarreikistjarnan Ross 128b er á stærð við jörðina og á braut um stjörnu sem gæti hentað betur fyrir möguleikann á lífi en margar aðrar sem fundist hafa fram að þessu. 16. nóvember 2017 16:00