Fótbolti

Þriggja mánaða landsliðsbann bíður Messi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Messi vikið af velli.
Messi vikið af velli. vísir/getty
Argentíski snillingurinn, Lionel Messi, hefur verið settur í þriggja mánaða landsliðsbann eftir ummæli sín eftir Suður-Ameríku keppnina í fótbolta.

Messi var rekinn af velli í leiknum um þriðja sætið í keppninni er Argentína vann 2-1 sigur á Síle en hann lét einnig í sér heyra eftir undanúrslitaleikinn gegn Brasilíu.







Messi sagði eftir mótið að úrslitunum væri hagrætt til þess að heimamennirnir í Brasilíu myndu komast sem lengst í mótinu.

Það fór illa í forsvarsmenn Suður-Ameríkusambandsins sem brugðust illa við. Messi hefur nú verið settur í þriggja mánaða bann og fékk sekt upp á 50 þúsund pund.

Messi missir því af æfingarleikjum gegn Síle, Mexíkó og Þýskalandi í september og október en fyrstu leikir Argentínu fyrir undankeppni HM 2022 hefjast í mars.


Tengdar fréttir

„Messi þarf að sýna meiri virðingu“

Þjálfari brasilíska karlalandsliðsins í fótbolta tók sér hlé frá fagnaðarlátum Brasilíu eftir sigurinn í Copa America til þess að gagnrýna Lionel Messi.

Sjáðu rauða spjaldið sem Messi fékk

Lionel Messi var rekinn af velli í fyrsta sinn í 14 ár þegar Argentína bar sigurorð af Síle í bronsleiknum í Suður-Ameríkukeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×