Fótbolti

„Messi þarf að sýna meiri virðingu“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Messi skildi ekkert í því afhverju hann var sendur snemma í sturtu
Messi skildi ekkert í því afhverju hann var sendur snemma í sturtu vísir/getty
Þjálfari brasilíska karlalandsliðsins í fótbolta tók sér hlé frá fagnaðarlátum Brasilíu eftir sigurinn í Copa America til þess að gagnrýna Lionel Messi.

Messi og félagar í argentínska landsliðinu töpuðu fyrir Brasilíu í undanúrslitum keppninnar og mætti Síle í leiknum um þriðja sætið. Eftir leikinn, sem Argentína vann, neitaði Messi að taka við bronsmedalíunni og sakaði dómara mótsins um spillingu.

Messi var rekinn út af með beint rautt spjald í leik Argentínu og Síle.

„Hann verður að sýna meiri virðingu og taka því þegar hann tapar,“ sagði brasilíski landsliðsþjálfarinn Tite á blaðamannafundi eftir úrslitaleik Barsilíu og Perú.

„Það var líka dæmt á móti okkur. Við skoruðum löglegt mark á móti Venesúela og í dag átti þetta ekki að vera víti á Thiago, en við héldum ró okkar og héldum áfram. Sýndum virðingu.“

Tite skildi þó óánægju Messi með rauða spjaldið og sagði að gult hefði líklega verið næg refsing.


Tengdar fréttir

Sjáðu rauða spjaldið sem Messi fékk

Lionel Messi var rekinn af velli í fyrsta sinn í 14 ár þegar Argentína bar sigurorð af Síle í bronsleiknum í Suður-Ameríkukeppninni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.