Fótbolti

Messi gæti fengið tveggja ára landsliðsbann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Messi gengur af velli í gær.
Messi gengur af velli í gær. vísir/getty

Lionel Messi, fyrirliði Barcelona og argentínska landsliðsins, gæti fengið tveggja ára bann frá argentínska landsliðinu eftir ummæli sín um dómaranna í Suður-Ameríku keppninni.

Messi var brjálaður út í dómarana eftir tap Argentínu í undanúrslitunum gegn Brasilíu og lét svo allt flakka eftir sigur liðsins gegn Síle í leiknum um bronsið í gær.

Þar fékk Messi að líta rauða spjaldið, í annað skiptið á ferlinum, en eftir leikinn tapaði hann sér algjörlega við fjölmiðla. Hann sakaði dómarana um spillingu.

Spænska dagblaðið AS skrifar að í reglum suður-ameríska knattspyrnusambandsins kemur fram að niðrandi ummæli geta leitt til þess að menn fari í tveggja ára bann.

Verði þessi magnaði leikmaður sendur í leikbann í tvö ár mun hann bæði missa af Suður-Ameríku keppninni í Argentínu á næsta ári. Einnig mun hann missa af undankeppninni fyrir HM í Katar 2022.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.