Fótbolti

Messi gæti fengið tveggja ára landsliðsbann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Messi gengur af velli í gær.
Messi gengur af velli í gær. vísir/getty
Lionel Messi, fyrirliði Barcelona og argentínska landsliðsins, gæti fengið tveggja ára bann frá argentínska landsliðinu eftir ummæli sín um dómaranna í Suður-Ameríku keppninni.

Messi var brjálaður út í dómarana eftir tap Argentínu í undanúrslitunum gegn Brasilíu og lét svo allt flakka eftir sigur liðsins gegn Síle í leiknum um bronsið í gær.

Þar fékk Messi að líta rauða spjaldið, í annað skiptið á ferlinum, en eftir leikinn tapaði hann sér algjörlega við fjölmiðla. Hann sakaði dómarana um spillingu.







Spænska dagblaðið AS skrifar að í reglum suður-ameríska knattspyrnusambandsins kemur fram að niðrandi ummæli geta leitt til þess að menn fari í tveggja ára bann.

Verði þessi magnaði leikmaður sendur í leikbann í tvö ár mun hann bæði missa af Suður-Ameríku keppninni í Argentínu á næsta ári. Einnig mun hann missa af undankeppninni fyrir HM í Katar 2022.


Tengdar fréttir

Sjáðu rauða spjaldið sem Messi fékk

Lionel Messi var rekinn af velli í fyrsta sinn í 14 ár þegar Argentína bar sigurorð af Síle í bronsleiknum í Suður-Ameríkukeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×