Fótbolti

Sjáðu rauða spjaldið sem Messi fékk

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Medel gekk vasklega fram gegn Messi.
Medel gekk vasklega fram gegn Messi. vísir/getty
Lionel Messi, fyrirliði Argentínu, fékk sitt annað rauða spjald á ferlinum þegar hans menn unnu Síle, 2-1, í leiknum um 3. sætið í Suður-Ameríkukeppninni í Brasilíu í gær.

Argentínumenn byrjuðu leikinn betur og eftir tólf mínútur kom Sergio Agüero þeim yfir eftir sendingu frá Messi. Tíu mínútum síðar bætti Paolo Dybala öðru marki við.

Á 37. mínútu skýldi Gary Medel, fyrirliði Síle, boltanum út af undir pressu frá Messi. Medel var eitthvað ósáttur og ýtti nokkrum sinnum við Messi. Þeir fengu hins vegar báðir rautt spjald, Messi til mikillar undrunar.

Þetta er í fyrsta sinn í 14 ár sem Messi fær að líta rauða spjaldið. Þann 17. ágúst 2005 var hann rekinn út af í vináttulandsleik Argentínu og Ungverjalands. Það var jafnframt fyrsti leikur hans fyrir argentínska landsliðið.

Eftir leikinn í Sao Paolo í gær lét Messi gamminn geysa og sakaði dómarana í Suður-Ameríkukeppninni um spillingu.

Arturo Vidal minnkaði muninn úr vítaspyrnu á 59. mínútu en nær komst Síle ekki og Argentína fagnaði sigri.

Mörkin og rauðu spjöldin úr leiknum í gær má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Argentína 2-1 Síle

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×