Messi sá rautt í annað skipti á ferlinum er Argentína tók bronsið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Messi og Medel fá rauða spjaldið.
Messi og Medel fá rauða spjaldið. vísir/getty
Argentína hafði betur gegn Síle í leiknum um þriðja sætið í Suður-Ameríku keppninni. Lokatölur urðu 2-1 sigur Argentínu en mikill hiti var í leiknum.Fyrsta markið kom strax á tólftu mínútu. Sergio Aguero kom þá Argentínu yfir eftir að hafa sloppið einn í gegn, sólað Gabriel Arias og komið boltanum auðveldlega í netið.Tíu mínútum síðar var staðan orðinn 2-0. Eftir frábæra sókn fékk Dybala boltann, hann virtist vera að missa boltann of langt frá sér en afgreiddi færið frábærlega. 2-0 fyrir Argentínu.Allt sauð svo gjörsamlega upp úr á 37. mínútu. Gary Medel og Lionel Messi lentu saman eftir að boltinn fór útaf og paragvæski dómarinn henti þeim báðum í sturtu. Rosalegur hiti í leikmönnum beggja liða.Einungis annað rauða spjald Lionel Messi á ferlinum en Argentína tveimur mörkum yfir er liðin gengu til búningsherbergja. Bæði lið tíu í síðari hálfleik.Síle fékk líflínu eftir klukkutímaleik. Þeir fengu þá vítaspyrnu eftir að brot innan vítateigs Argentínu var skoðað í VARsjánni. Arturo Vidal fór á punktinn og þrumaði boltanum í netið.Nær komust þeir ekki og Argentína hirti bronsið. Annað kvöld mætast Brasilía og Perú í úrslitarimmunni á Maracana leikvanginum goðsagnakennda.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.