Erlent

Bresk stúlka hvarf í fjölskyldufríi í Malasíu

Sylvía Hall skrifar
Nora ásamt móður sinni.
Nora ásamt móður sinni. Facebook
Ekkert er vitað um afdrif hinnar fimmtán ára gömlu Noru Quoirin sem hvarf í fjölskyldufríi í Malasíu. Þegar fjölskylda hennar vaknaði í morgun var Nora horfin og gluggi hótelherbergis hennar opinn. Þetta kemur fram á vef BBC.

Fjölskyldan hafði komið ferðast frá Bretlandi og komu til Malasíu í gær. Þau höfðu áætlað að dvelja í Malasíu í tvær vikur, nánar tiltekið í bænum Seremban nærri regnskóunum við borgarmörk Kuala Lumpur. Átti fjölskyldufríið að vera „ferð lífsins“ í fallegu umhverfi.

Fjölskyldan, sem hefur búið í Bretlandi í tvo áratugi en er upprunalega frá Írlandi, innritaði sig á hótelið í gær við komuna og fóru í háttinn. Martröðin hófst svo þegar þau vöknuðu í morgun og stúlkan var hvergi sjáanleg. Þau segja það ólíkt henni að láta sig hverfa en Nora glímir við námsörðugleika.

Lögreglan leitar nú stúlkunnar og notast við leitarhunda við leitina. Írska utanríkisráðuneytinu hefur verið gert viðvart og veitir viðeigandi aðstoð við leitina.

Fréttin hefur verið uppfærð.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.