Ætla að halda mótmælum í Moskvu ótrauð áfram Kjartan Kjartansson skrifar 25. júlí 2019 11:21 Navalní, leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar, var leiddur út í járnum í gærkvöldi, sakaður um að hvetja til ólöglegra mótmæla. Vísir/EPA Stjórnarandstæðingar í Rússlands segjast ætla að halda sig við áform um frekari mótmæli í Moskvu um helgina þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ekki veitt leyfi fyrir þeim og að lögreglan hafi handtekið nokkra leiðtoga þeirra í nótt, þar á meðal Alexei Navalní. Fjölmenn mótmæli gegn ríkisstjórn Vladímírs Pútín forseta voru haldin í Moskvu um liðna helgi. Kröfðust mótmælendur frjálsra kosninga og að frambjóðendur sem kjörstjórn hafði vísað frá yrði leyft að bjóða sig fram til borgarstjórnar Moskvu í september. Navalní, sem hefur verið einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar undanfarin ár, var handtekinn í gærkvöldi og úrskurðaður í þrjátíu daga fangelsi fyrir að hvetja til ólöglegra mótmæla um helgina. Stuðningsmenn hafa sent frá sér skilaboð um að mótmælin fari fram, sama á hverju tauti og rauli, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Kjörstjórn ógilti framboð nokkurra frambjóðenda stjórnarandstöðunnar á þeim forsendum að þeir hefðu ekki skilað inn tilskildum fjölda gildra undirskrifta til stuðnings framboðanna. Því hafna frambjóðendurnir og fullyrða að þeim sé meina að bjóða sig fram gegn fulltrúum sem styðja Pútín forseta. Navalní sjálfum var bannað að bjóða sig fram gegn Pútín til forseta í fyrra vegna umdeilds dóms sem hann hlaut fyrir fjárglæpi. Rússland Tengdar fréttir Þúsundir krefjast frjálsra kosninga í Rússlandi Yfirvöld hafa úrskurðað framboð tuga frambjóðenda til borgarstjórnarkosninga í haust ógild. 20. júlí 2019 14:15 Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Lík Jelenu Grigoryevu fannst í runna nærri heimili hennar í borginni. Hún hafði verið stungið mörgum sinnum og kyrkt. 23. júlí 2019 10:12 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Stjórnarandstæðingar í Rússlands segjast ætla að halda sig við áform um frekari mótmæli í Moskvu um helgina þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ekki veitt leyfi fyrir þeim og að lögreglan hafi handtekið nokkra leiðtoga þeirra í nótt, þar á meðal Alexei Navalní. Fjölmenn mótmæli gegn ríkisstjórn Vladímírs Pútín forseta voru haldin í Moskvu um liðna helgi. Kröfðust mótmælendur frjálsra kosninga og að frambjóðendur sem kjörstjórn hafði vísað frá yrði leyft að bjóða sig fram til borgarstjórnar Moskvu í september. Navalní, sem hefur verið einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar undanfarin ár, var handtekinn í gærkvöldi og úrskurðaður í þrjátíu daga fangelsi fyrir að hvetja til ólöglegra mótmæla um helgina. Stuðningsmenn hafa sent frá sér skilaboð um að mótmælin fari fram, sama á hverju tauti og rauli, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Kjörstjórn ógilti framboð nokkurra frambjóðenda stjórnarandstöðunnar á þeim forsendum að þeir hefðu ekki skilað inn tilskildum fjölda gildra undirskrifta til stuðnings framboðanna. Því hafna frambjóðendurnir og fullyrða að þeim sé meina að bjóða sig fram gegn fulltrúum sem styðja Pútín forseta. Navalní sjálfum var bannað að bjóða sig fram gegn Pútín til forseta í fyrra vegna umdeilds dóms sem hann hlaut fyrir fjárglæpi.
Rússland Tengdar fréttir Þúsundir krefjast frjálsra kosninga í Rússlandi Yfirvöld hafa úrskurðað framboð tuga frambjóðenda til borgarstjórnarkosninga í haust ógild. 20. júlí 2019 14:15 Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Lík Jelenu Grigoryevu fannst í runna nærri heimili hennar í borginni. Hún hafði verið stungið mörgum sinnum og kyrkt. 23. júlí 2019 10:12 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Þúsundir krefjast frjálsra kosninga í Rússlandi Yfirvöld hafa úrskurðað framboð tuga frambjóðenda til borgarstjórnarkosninga í haust ógild. 20. júlí 2019 14:15
Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Lík Jelenu Grigoryevu fannst í runna nærri heimili hennar í borginni. Hún hafði verið stungið mörgum sinnum og kyrkt. 23. júlí 2019 10:12