Fyrirgefur árásarmanninum sem myrti son hans Sylvía Hall skrifar 6. ágúst 2019 20:03 21 lét lífið í skotárásinni á laugardag. Vísir/Getty Á meðal þeirra sem létust í skotárásinni í verslun Walmart voru hjónin Jordan og Andre Anchondo sem voru, ásamt tveggja mánaða syni þeirra, að versla skólaföng fyrir börnin sín. Jordan lést þegar hún reyndi að skýla syni þeirra fyrir skotum árásarmannsins og fannst hann á lífi undir líki móður sinnar. Lík Andre fannst svo í gær eftir erfiða bið fjölskyldunnar milli vonar og ótta en hann var aðeins 23 ára gamall þegar hann lést. Faðir Andre, Gilbert Anchondo, segir trúna hjálpa sér á þessum erfiðu tímum og að hann fyrirgefi árásarmanninum.Sjá einnig: Varð fyrir skoti árásarmannsins þegar hún reyndi að bjarga ungabarni sínu „Árásarmaðurinn gæti verið sonur minn. Ég fyrirgef honum því hann var ekki með réttu ráði. Djöfullinn var í honum. Ég er mjög trúfastur og ég fyrirgef honum,“ segir Gilbert í samtali við BBC. Hann hafði séð ungu fjölskylduna sama morgun og árásin átti sér stað. Hann hafði verið of seinn í vinnu og keyrði fram hjá húsi þeirra þar sem þau voru að búa sig undir að skutla dóttur sinni, Skylin, á klappstýruæfingu áður en þau lögðu leið sína í Walmart en Skylin fagnaði fimm ára afmæli þennan dag. Rúmum klukkutíma síðar bárust fregnir af skotárásinni. „Ég sé eftir því að hafa ekki stoppað og gefið þeim faðmlag, blessun og koss. En ég sá að þau voru hamingjusöm. Ég vildi ekki angra þau,“ segir Gilbert.Jordan og Andre giftu sig í fyrra.FacebookBróðirinn beðinn um að bera kennsl á mágkonu sína Þegar fjölskyldan heyrði af skotárásinni reyndu þau að setja sig í samband við Jordan og Andre um leið. Stuttu síðar barst bróður Andre, Tito, símtal úr númeri sem hann þekkti ekki. Þegar hann svaraði símanum var hann spurður hvort hann gæti borið kennsl á mágkonu sína Jordan en númer hans hafði komið upp á snjallúri hennar þegar þau reyndu að ná sambandi við hjónin. Þeim var sagt að Jordan hefði látið lífið í árásinni en sonur þeirra, Paul, væri á sjúkrahúsi eftir tveir fingur hans höfðu brotnað í árásinni. Lík Andre fannst ekki fyrr en í gær en fjölskyldan segist hafa haldið í vonina. Paul hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi og er nú í umsjá ömmu sinnar og afa. Tito, eldri bróðir Andre, segist vilja ættleiða drenginn en hann á sjálfur barn sem fæddist um svipað leyti og drengurinn. Þó börnin séu ung segir hann það vera erfitt að hugsa til þess að dóttir þeirra hjóna muni alltaf hugsa til afmælisdagsins sem dagsins sem móðir hennar dó.Reyndi að stöðva árásarmanninn Að sögn Tito sýna upptökur úr öryggismyndavélum að Andre hafi reynt að stöðva árásarmanninn. Þegar hann ætlaði að grípa vopnið hafi hann hins vegar skotið hann og hæft bæði hann og Jordan. „Ég er mjög stoltur af bróður mínum. Hann dó sem hetja. En ég er mjög leiður og reiður yfir því sem gerðist,“ segir Tito. „Ég mun alltaf muna að hann dó við það að reyna að bjarga eiginkonu sinni og syni – og jafnvel fleirum. Hann drýgði hetjudáð. En hann var alltaf þannig, jafnvel þegar hann var yngri.“ Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tala látinna í El Paso hækkar Fjöldi látinna er kominn upp í 21 eftir að eitt fórnarlamba skotárásarinnar lést á sjúkrahúsi í El Paso í dag. 5. ágúst 2019 16:05 Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. 4. ágúst 2019 08:02 21 árs karlmaður grunaður um skotárásina Í það minnsta tuttugu létu lífið í skotárás í verslunarkjarna í El Paso í Texasríki í dag og tuttugu og sex eru slasaðir. 3. ágúst 2019 23:15 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Fleiri fréttir Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Sjá meira
Á meðal þeirra sem létust í skotárásinni í verslun Walmart voru hjónin Jordan og Andre Anchondo sem voru, ásamt tveggja mánaða syni þeirra, að versla skólaföng fyrir börnin sín. Jordan lést þegar hún reyndi að skýla syni þeirra fyrir skotum árásarmannsins og fannst hann á lífi undir líki móður sinnar. Lík Andre fannst svo í gær eftir erfiða bið fjölskyldunnar milli vonar og ótta en hann var aðeins 23 ára gamall þegar hann lést. Faðir Andre, Gilbert Anchondo, segir trúna hjálpa sér á þessum erfiðu tímum og að hann fyrirgefi árásarmanninum.Sjá einnig: Varð fyrir skoti árásarmannsins þegar hún reyndi að bjarga ungabarni sínu „Árásarmaðurinn gæti verið sonur minn. Ég fyrirgef honum því hann var ekki með réttu ráði. Djöfullinn var í honum. Ég er mjög trúfastur og ég fyrirgef honum,“ segir Gilbert í samtali við BBC. Hann hafði séð ungu fjölskylduna sama morgun og árásin átti sér stað. Hann hafði verið of seinn í vinnu og keyrði fram hjá húsi þeirra þar sem þau voru að búa sig undir að skutla dóttur sinni, Skylin, á klappstýruæfingu áður en þau lögðu leið sína í Walmart en Skylin fagnaði fimm ára afmæli þennan dag. Rúmum klukkutíma síðar bárust fregnir af skotárásinni. „Ég sé eftir því að hafa ekki stoppað og gefið þeim faðmlag, blessun og koss. En ég sá að þau voru hamingjusöm. Ég vildi ekki angra þau,“ segir Gilbert.Jordan og Andre giftu sig í fyrra.FacebookBróðirinn beðinn um að bera kennsl á mágkonu sína Þegar fjölskyldan heyrði af skotárásinni reyndu þau að setja sig í samband við Jordan og Andre um leið. Stuttu síðar barst bróður Andre, Tito, símtal úr númeri sem hann þekkti ekki. Þegar hann svaraði símanum var hann spurður hvort hann gæti borið kennsl á mágkonu sína Jordan en númer hans hafði komið upp á snjallúri hennar þegar þau reyndu að ná sambandi við hjónin. Þeim var sagt að Jordan hefði látið lífið í árásinni en sonur þeirra, Paul, væri á sjúkrahúsi eftir tveir fingur hans höfðu brotnað í árásinni. Lík Andre fannst ekki fyrr en í gær en fjölskyldan segist hafa haldið í vonina. Paul hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi og er nú í umsjá ömmu sinnar og afa. Tito, eldri bróðir Andre, segist vilja ættleiða drenginn en hann á sjálfur barn sem fæddist um svipað leyti og drengurinn. Þó börnin séu ung segir hann það vera erfitt að hugsa til þess að dóttir þeirra hjóna muni alltaf hugsa til afmælisdagsins sem dagsins sem móðir hennar dó.Reyndi að stöðva árásarmanninn Að sögn Tito sýna upptökur úr öryggismyndavélum að Andre hafi reynt að stöðva árásarmanninn. Þegar hann ætlaði að grípa vopnið hafi hann hins vegar skotið hann og hæft bæði hann og Jordan. „Ég er mjög stoltur af bróður mínum. Hann dó sem hetja. En ég er mjög leiður og reiður yfir því sem gerðist,“ segir Tito. „Ég mun alltaf muna að hann dó við það að reyna að bjarga eiginkonu sinni og syni – og jafnvel fleirum. Hann drýgði hetjudáð. En hann var alltaf þannig, jafnvel þegar hann var yngri.“
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tala látinna í El Paso hækkar Fjöldi látinna er kominn upp í 21 eftir að eitt fórnarlamba skotárásarinnar lést á sjúkrahúsi í El Paso í dag. 5. ágúst 2019 16:05 Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. 4. ágúst 2019 08:02 21 árs karlmaður grunaður um skotárásina Í það minnsta tuttugu létu lífið í skotárás í verslunarkjarna í El Paso í Texasríki í dag og tuttugu og sex eru slasaðir. 3. ágúst 2019 23:15 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Fleiri fréttir Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Sjá meira
Tala látinna í El Paso hækkar Fjöldi látinna er kominn upp í 21 eftir að eitt fórnarlamba skotárásarinnar lést á sjúkrahúsi í El Paso í dag. 5. ágúst 2019 16:05
Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. 4. ágúst 2019 08:02
21 árs karlmaður grunaður um skotárásina Í það minnsta tuttugu létu lífið í skotárás í verslunarkjarna í El Paso í Texasríki í dag og tuttugu og sex eru slasaðir. 3. ágúst 2019 23:15