Erlent

Fimm nú sagðir látnir í eldflaugarslysi í Rússlandi

Kjartan Kjartansson skrifar
Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur verið fámált um sprenginguna í Archangelsk-héraði í gær.
Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur verið fámált um sprenginguna í Archangelsk-héraði í gær. Vísir/Getty
Kjarnorkustofnun Rússlands segir að fimm starfsmenn hennar hafi látið lífið þegar eldflaugarhreyfill sprakk á æfingastöð hersins í norðanverðu landinu í gær. Upphaflega sögðu yfirvöld að tveir hefðu látist í slysinu. Geislavirkni jókst í skamman tíma í nærliggjandi borg eftir sprenginguna.Þrír til viðbótar eru sagðir hafa slasast í sprengingunni sem varð við tilraun á eldflaugarhreyfli með fljótandi eldsneyti, að því er segir í frétt Reuters.Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur lítið tjáð sig um slysið. Það hélt því fram að engin eitur- eða geislavirk efni hefðu losnað í sprengingunni. Engu að síður greindu yfirvöld í borginni Severodvinsk frá því að þar hefði mælst aukin geislavirkni í skamman tíma. Sú tilkynning hvarf skyndilega af netinu í dag án skýringar. Engin opinber skýring hefur verið gefið á aukinni geislavirkni.Níu manns slösuðust í annarri sprengingu í herstöð nærri borginni Atsjinsk í austurhluta Síberíu. Varnarmálaráðuneytið heldur því fram að eldingar hafi valdið sprengingunni, að sögn AP-fréttastofunnar. Einn lést og þrettán særðust í miklum sprengingum á sama stað á mánudag.Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.