Innlent

Fjórir fíkniefnahundar á þjóðhátíð

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Frá þjóðhátíð í Vestmanneyjum.
Frá þjóðhátíð í Vestmanneyjum. Vísir/Vilhelm
Notast verður við fjóra fíkniefnahunda á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár en þeir voru tveir í fyrra. Lögreglufulltrúi og yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum og á Suðurlandi segja að löggæsla verði mikil um helgina.

Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er stærsta útihátíðin sem fer fram hér á landi á ári hverju. Um 10 til 15 þúsund manns hafa mætt á hátíðina síðustu ár og er svipuðum fjölda spáð í ár.

Tryggvi Kr. Ólafsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum, segir að sjö lögreglumenn muni sinna fíkniefnaeftirlitinu í ár í þremur teymum.

„Við verðum með fjóra hunda núna. Við vorum með tvo í fyrra.“

Hann segir að hundarnir nýtist vel til að finna fíkniefni.

„Þeir eru náttúrulega öflugri og markvissari leit með það þannig það er hið besta mál og þetta er tæki sem við ætlum að nýta okkar.“

Þá segir Tryggvi að unnið hafi verið mikið forvarnarstarf í vegna kynferðisbrota. Þá muni hátt í 110 gæslumenn ásamt lögreglu gera allt til að koma í veg fyrir kynferðisbrot.

Auk þess verði á annan eða þriðja tug myndavéla í dalnum.

„Við erum með öfluga gæslu þar og það er sjúkrahús fært þar inn og annað.“

Oddur Ástráðsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir að það verði mikið um að vera um allt Suðurlandið um helgina. Víða séu tjaldsvæði þar sem búist er við fjölda fólks.

„Við erum með aukna vakt á um allt suðurlandið. Fjölgum mönnum á vakt og við erum með sérstakan hóp sem mun sinna fíkniefnalöggæslu.“

Þá verði fíkniefnahundar á svæðinu, bæði í Landeyjahöfn og á fleirum stöðum. „Við munum fara á tjaldsvæðin hér með mund eftir atvikum.

Þá segir Oddur að búist verði við gríðarlegri umferð á Suðurlandi um helgina.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.