Erlent

Biður borgarbúa New York af einlægni að fara varlega næstu daga

Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar
Vísir/AP
Borgarstjóri New York biður af mikilli einlægni borgarbúa og ferðamenn að fara varlega næstu daga þar í borg vegna hitabylgju sem gengur yfir. Hitabylgjan nær einnig til Washington og Boston í Bandaríkjunum sem og hluta Kanada.

Borgarstjóri New York borgar hefur biðlað til fólks að taka hitabylgunni alvarlega. Á Twitter síðu sinni biður hann alla um að hlusta á aðvörun sína og taka henni grafalvarlega. Þar bendir hann fólki einnig á að halda sig inn og passa upp á að drekka nægilega mikinn vökva.

Í New York hafa 500 svokallaðar kælistöðvar verið opnaðar en þær veita skugga og bjóða fólki upp á læknisaðstoð sé þess þörf. Einnig er þar skuggi, boðið upp á vatn og salernisaðstöðu. Stöðvarnar eru sérstaklega ætlaðar heimilislausum öldruðum og þeim sem ekki eru með loftkælingu.

Hitabylgjan gæti haft áhrif á um 200 milljónir manna og á sumum stöðum Bandaríkjunum er gert ráð fyrir að hiti fari upp í 38 stig eða ofar. Samkvæmt veðurfræðingum í Kanada gæti tilfinning verið sú að hiti í Torontó væri um 40 stig, ef rakastigið er tekið með og í Montreal 45 stig einnig með raka.

Á öllum þessum stöðum má búast við að hitabylgjan nái hámarki um helgina og fer svo örlítið kólnandi þegar líður á vikuna.

Sérfræðingar tengja tíðari hitabylgjur við loftslagsbreytingar á undanförnum árum. Júní er talinn heitasti mánuður sem mældur hefur verið um allan heim en meðalhitinn var 16,4 stig, samkvæmt nýjum gögnum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×