Enski boltinn

Sautján ára strákur tryggði Man. Utd. sigur á Inter | Sjáðu markið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Greenwood hefur skorað í tveimur leikjum í röð.
Greenwood hefur skorað í tveimur leikjum í röð. vísir/getty

Hinn 17 ára Mason Greenwood skoraði eina mark leiksins þegar Manchester United vann Inter, 1-0, í Singapúr í dag. Þetta var fyrsti leikur liðanna í International Champions Cup-æfingamótinu.

Greenwood hefur nú skorað í tveimur leikjum í röð en hann gerði eitt marka United í 4-0 sigrinum á Leeds United á miðvikudaginn.

Markið kom þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Greenwood fékk boltann þá hægra megin í vítateignum eftir að Samir Handanovic sló aukaspyrnu Ashleys Young til hliðar, fór á vinstri fótinn og þrumaði boltanum í fjærhornið. Markið má sjá hér fyrir neðan.United hefur unnið alla þrjá leiki sína á undirbúningstímabilinu án þess að fá á sig mark.

Næsti leikur United er gegn Tottenham á fimmtudaginn.


Tengdar fréttir

Lukaku verður ekki með gegn Inter

Ole Gunnar Solskjær gaf út í dag að Romelu Lukaku myndi ekki spila fyrir Manchester United í æfingaleiknum við Inter Milan í Singapúr á morgun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.