Enski boltinn

Sautján ára Greenwood gæti fengið stórt tækifæri

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mason Greenwood skoraði fyrsta mark leiksins gegn Leeds
Mason Greenwood skoraði fyrsta mark leiksins gegn Leeds vísir/getty
Hinn ungi Mason Greenwood gæti fengið að byrja fyrsta leik Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á komandi tímabili eftir að hafa heillað í æfingaferð United.Manchester United vann öruggan 4-0 sigur á Leeds í Ástralíu í dag og var Greenwood á meðal markaskorara United. Markið var það fyrsta sem hinn 17 ára Greenwood gerir fyrir aðallið Manchester United.„Við erum hæstánægðir með markið sem hann skoraði, það er mikilvægt fyrir framherja að ná marki,“ sagði Ole Gunnar Solskjær á blaðamannafundi eftir leikinn.„Við höfum sagt það áður ða við vitum að hann geti skorað mörk, en að ná fyrsta markinu lyftir aðeins pressunni. Þessi ungi strákur á eftir að verða mjög góður leikmaður.“„Hann er hæfileikaríkur og getur vel orðið lykilmaður hjá Manchester United.“Solskjær var spurður hvort Greenwood gæti fengið sæti í byrjunarliðinu í úrvalsdeildinni strax í fyrsta leik, stórleiknum við Chelsea.„Hann á möguleika á því, klárlega. Hann er meira en nógu góður og ef hann heldur áfram á þessari braut er góður möguleiki á því. Það er erfitt að taka leikmenn sem spila vel út úr liðinu.“

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.