Innlent

Jarðskjálfti af stærðinni 3,3 mældist í Torfajökli

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Jarðskjálfti af stærðinni 3,3 mældist í Torfajökli klukkan 14:15 í dag.
Jarðskjálfti af stærðinni 3,3 mældist í Torfajökli klukkan 14:15 í dag. Skjáskot af vef Veðurstofu Íslands
Jarðskjálfti af stærðinni 3,3 mældist í Torfajökli klukkan korter yfir tvö í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hefur hrina staðið yfir á svæðinu frá því í nótt þar sem minni skjálftar hafa mælst. Stærsti þeirra var 2,1 að stærð en hinir öllu minni.

Á vef veðurstofunnar kemur fram að um 450 jarðskjálftar hafi mælst í síðustu viku, dagana 8. til 14. júlí. Stærsti skjálftinn varð þann12. júlí kl. 16:41 í vestanverðri Torfajökulsöskjunni, 3,2 að stærð. Jarðskjálftahrina var á Reykjaneshrygg, tveir skjálftar voru 3,1 að stærð. Svipuð virkni var í Öræfajökli í þessari viku og síðustu viku. Talsvert fleiri skjálftar mældust í Mýrdalsjökli þessa vikuna miðað við fyrri viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×