Íslenski boltinn

Donni: Vildi fá víti

Víkingur Goði Sigurðarson skrifar
Donni var eðlilega hundfúll með leikinn
Donni var eðlilega hundfúll með leikinn vísir/ernir
Bikardraumar Þór/KA eru farnir eftir 2-0 tap í Vesturbænum í dag. Væntingarnar voru miklar eftir að Þór/KA sló Val út í 8-liða úrslitum en þær náðu hinsvegar ekki að fylgja eftir þeirri frammistöðu í dag.

 

Halldór Jón Sigurðsson þjálfari liðsins var ekki í frábæru skapi eftir leikinn enda búinn að missa möguleikann á að verða bikarmeistari með þetta frábæra lið.

 

„Það er alveg rétt hjá þér, þetta var hundfúllt.”

 

Þór/KA átti erfitt með að skapa sér færi í leiknum. Það sást sérstaklega vel í seinni hálfleiknum hvað KR náði að skapa sér miklu fleiri færi úr opnum leik en Þór/KA.

 

„Við hefðum klárlega getað gert betur í sóknarleiknum og komið í veg fyrir þessi mörk hjá þeim. Það er ekki spurning, það er það sem við getum gert betur. Við sköpuðum okkur ekki nógu mörg færi. Fullt af hornspyrnum hefðum getað nýtt þær betur. Heilt yfir var þessi leikur pínu barningur en þær skoruðu mörkin og það er bara þannig.”

 

Sandra Mayor framherji liðsins féll niður í teig KR í lok fyrri hálfleiks. Hún var alveg við það að sparka boltanum í netið og gestirnir voru vægast sagt ekki sáttir þegar Arnar Þór Stefánsson dómari leiksins flautaði ekki.

 

„Ég vildi fá víti frá því þar sem ég stóð. Mér finnst mjög einkennilegt að leikmaðurinn detti þegar hún er að fara að sparka boltanum í markið. Ég á bara eftir að sjá þetta aftur en þetta var auðvitað mjög svekkjandi. Mér finnst allavega skrítið að leikmaður sem er að fara að sparka boltanum í markið detti. ”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×