Enski boltinn

Tyrkneskur miðjumaður í Villa

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mahmoud Hassan
Mahmoud Hassan vísir/getty
Aston Villa heldur áfram að styrkja sig fyrir tímabilið í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur samþykkt að borga 8,5 milljónir punda fyrir egypska miðjumanninn Mahmoud Hassan.Egypski landsliðsmaðurinn gengur undir nafninu Trezeguet og er hann á leið til Englands til þess að gangast undir læknisskoðun.Samkvæmt frétt Sky Sports gæti verðir hækkað eftir því hvernig Trezeguet stendur sig hjá Aston Villa.Trezeguet er 24 ára og hefur verið á mála hjá tyrkneska liðinu Kasimpasa síðasta árið.Þá er Aston Villa komið vel á veg á að fá Douglas Luiz frá Manchester City.Villa, sem verður nýliði í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili, hefur látið fyrir sér fara á félagsskiptamarkaðnum og hefur fengið til sín leikmenn fyrir í kringum 100 milljónir punda.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.