Íslenski boltinn

Langþráður sigur Keflvíkinga

Anton Ingi Leifsson skrifar
Eysteinn er þjálfari Keflavíkur.
Eysteinn er þjálfari Keflavíkur. vísir/bára
Keflavík vann mikilvægan og langþráðan sigur í Inkasso-deild karla í kvöld er liðið vann 2-1 sigur á Fram á útivelli.

Sigurinn var fyrsti sigur Keflavíkur síðan liðið vann Víking úr Ólafsvík þann 17. júní.

Hinn átján árá gamli, Gunnólfur Björgvin Guðlaugsson, kom Keflavík yfir skömmu fyrir leikhlé og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Eftir stundarfjórðung í síðari hálfleik jöfnuðu Framarar hins vegar metin og þar var á ferðinni Tiago Manuel Silva Fernandes.

Gunnólfur Björgvin var hins vegar ekki hættur en hann tryggði Keflvíkingum sigurinn á 67. mínútu og lokatölur 2-1 sigur Suðurnesjamanna.

Keflavík er því í sjöunda sæti deildarinnar með 19 stig en Fram er sæti ofar með stigi meira eftir þrettán leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×