Breskur öfgamaður þarf að afplána fangelsisdóm Kjartan Kjartansson skrifar 11. júlí 2019 14:22 Yaxley-Lennon er 36 ára gamall. Hann er betur þekktur undir dulnefninu Tommy Robinson. Vísir/EPA Dómstóll á Bretlandi dæmdi Stephen Yaxley-Lennon, stofnanda hægriöfgaflokksins Enska varnarbandalagsins (EDL), í níu mánaða fangelsi fyrir að trufla réttarhöld og sýna dómstólum óvirðingu. Yaxley-Lennon, sem er betur þekktur undir nafninu Tommy Robinson, þarf þó aðeins að afplána tíu vikur í fangelsi. Mál Yaxley-Lennon hefur vakið nokkra athygli á Bretlandi og á meðal hægriöfgamanna annars staðar í Evrópu. Hann var sakfelldur fyrir að trufla réttarhöld yfir hópi manna sem voru ákærðir fyrir að tæla og misnota ungar stúlkur í Leeds í maí í fyrra. Það gerði Yaxley-Lennon með því að senda út myndir af sakborningunum í beinu streymi á Facebook-síðu sinni, í trássi við lög. Þinghald var lokað í málinu í Leeds og lagði dómari bann við umfjöllun um gang málsins þar til öllum málum sem tengdust 29 sakborningum væri lokið. Réttað var yfir hópnum í þremur aðskildum réttarhöldum. Yaxley-Lennon virti bannið að vettugi á meðan kviðdómur í einu málanna sat enn á rökstólum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Dómararnir í máli Yaxley-Lennon töldu að með því að mynda einn sakborninginn, áreita hann og elta hafi hann skapað hættu á að réttarhöldin yrðu stöðvuð. Samkvæmt breskum lögum getur þurft að rétta aftur í máli eða sakborningur jafnvel sloppið undan ákæru trufli einhver réttarhöld. Lögin gilda jafnt um fréttamenn, kviðdómendur og almenning á samfélagsmiðlum.Lýsti sér ranglega sem fórnarlambi óréttlætis og kúgunar Yaxley-Lennon var upphaflega dæmdur í þrettán mánaða fangelsi daginn sem hann sendi út beint á Facebook en afplánaði aðeins tvo mánuði. Þá var honum sleppt eftir að hann vann áfrýjun á dómnum. Saksóknari ákvað að ástæða væri til að halda saksókn gegn honum til streitu. Stuðningsmenn Yaxley-Lennon mótmæltu dómnum í London í dag. Sumir þeirra grýttu flöskum og dósum í lögreglumenn. Þrír voru handteknir að sögn lögreglunnar í London.Sky-fréttastofan hefur eftir dómara í málinu að Yaxley-Lennon hafi orðið uppvís að því að ljúga um ýmsa anga þess. Hann hafi reynt að lýsa sjálfum sér ranglega sem fórnarlambi óréttlætis og kúgunar. Yaxley-Lennon hefur ítrekað látið að því liggja að hann sé fórnarlamb meintrar þöggunar á tælingarmálinu þar sem sakborningarnir hafi verið „asískir“ og „múslimar“. Þetta verður ekki í fyrsta skipti sem Yaxley-Lennon afplánar fangelsisdóm. Hann sat inni í tólf mánuði fyrir að ráðast á lögreglumann sem reyndi að verja kærustu hans fyrir honum árið 2005. Árið 2011 var hann dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og ári seinna var hann dæmdur fyrir að ferðast til Bandaríkjanna á fölsuðu vegabréfi. Bretland Tengdar fréttir Hægriöfgamenn sviptir staðfestingu á Twitter Sumir notendur töldu að bláa staðfestingarmerkið á Twitter væri einhvers konar stuðningur eða viðurkenning á mikilvægi þeirra sem fengu það. 16. nóvember 2017 12:29 Umdeild ráðstefna á Grand hótel blásin af Skipuleggjandi greip í tómt þegar hann renndu suður á Keflavíkurflugvöll í morgun þar sem hann átti von á að Robinson biði hans. 17. maí 2018 12:51 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sjá meira
Dómstóll á Bretlandi dæmdi Stephen Yaxley-Lennon, stofnanda hægriöfgaflokksins Enska varnarbandalagsins (EDL), í níu mánaða fangelsi fyrir að trufla réttarhöld og sýna dómstólum óvirðingu. Yaxley-Lennon, sem er betur þekktur undir nafninu Tommy Robinson, þarf þó aðeins að afplána tíu vikur í fangelsi. Mál Yaxley-Lennon hefur vakið nokkra athygli á Bretlandi og á meðal hægriöfgamanna annars staðar í Evrópu. Hann var sakfelldur fyrir að trufla réttarhöld yfir hópi manna sem voru ákærðir fyrir að tæla og misnota ungar stúlkur í Leeds í maí í fyrra. Það gerði Yaxley-Lennon með því að senda út myndir af sakborningunum í beinu streymi á Facebook-síðu sinni, í trássi við lög. Þinghald var lokað í málinu í Leeds og lagði dómari bann við umfjöllun um gang málsins þar til öllum málum sem tengdust 29 sakborningum væri lokið. Réttað var yfir hópnum í þremur aðskildum réttarhöldum. Yaxley-Lennon virti bannið að vettugi á meðan kviðdómur í einu málanna sat enn á rökstólum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Dómararnir í máli Yaxley-Lennon töldu að með því að mynda einn sakborninginn, áreita hann og elta hafi hann skapað hættu á að réttarhöldin yrðu stöðvuð. Samkvæmt breskum lögum getur þurft að rétta aftur í máli eða sakborningur jafnvel sloppið undan ákæru trufli einhver réttarhöld. Lögin gilda jafnt um fréttamenn, kviðdómendur og almenning á samfélagsmiðlum.Lýsti sér ranglega sem fórnarlambi óréttlætis og kúgunar Yaxley-Lennon var upphaflega dæmdur í þrettán mánaða fangelsi daginn sem hann sendi út beint á Facebook en afplánaði aðeins tvo mánuði. Þá var honum sleppt eftir að hann vann áfrýjun á dómnum. Saksóknari ákvað að ástæða væri til að halda saksókn gegn honum til streitu. Stuðningsmenn Yaxley-Lennon mótmæltu dómnum í London í dag. Sumir þeirra grýttu flöskum og dósum í lögreglumenn. Þrír voru handteknir að sögn lögreglunnar í London.Sky-fréttastofan hefur eftir dómara í málinu að Yaxley-Lennon hafi orðið uppvís að því að ljúga um ýmsa anga þess. Hann hafi reynt að lýsa sjálfum sér ranglega sem fórnarlambi óréttlætis og kúgunar. Yaxley-Lennon hefur ítrekað látið að því liggja að hann sé fórnarlamb meintrar þöggunar á tælingarmálinu þar sem sakborningarnir hafi verið „asískir“ og „múslimar“. Þetta verður ekki í fyrsta skipti sem Yaxley-Lennon afplánar fangelsisdóm. Hann sat inni í tólf mánuði fyrir að ráðast á lögreglumann sem reyndi að verja kærustu hans fyrir honum árið 2005. Árið 2011 var hann dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og ári seinna var hann dæmdur fyrir að ferðast til Bandaríkjanna á fölsuðu vegabréfi.
Bretland Tengdar fréttir Hægriöfgamenn sviptir staðfestingu á Twitter Sumir notendur töldu að bláa staðfestingarmerkið á Twitter væri einhvers konar stuðningur eða viðurkenning á mikilvægi þeirra sem fengu það. 16. nóvember 2017 12:29 Umdeild ráðstefna á Grand hótel blásin af Skipuleggjandi greip í tómt þegar hann renndu suður á Keflavíkurflugvöll í morgun þar sem hann átti von á að Robinson biði hans. 17. maí 2018 12:51 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sjá meira
Hægriöfgamenn sviptir staðfestingu á Twitter Sumir notendur töldu að bláa staðfestingarmerkið á Twitter væri einhvers konar stuðningur eða viðurkenning á mikilvægi þeirra sem fengu það. 16. nóvember 2017 12:29
Umdeild ráðstefna á Grand hótel blásin af Skipuleggjandi greip í tómt þegar hann renndu suður á Keflavíkurflugvöll í morgun þar sem hann átti von á að Robinson biði hans. 17. maí 2018 12:51