Innlent

Framlengja á ferðabann um Gróttu

Andri Eysteinsson skrifar
Um er að ræða mikilvægan tíma í fuglalífi staðarins.
Um er að ræða mikilvægan tíma í fuglalífi staðarins. Vísir/Vilhelm

Ferðabann um friðlandið við Gróttu á Seltjarnarnesi sem staðið hefur yfir frá 1. maí verður líkast til framlengt en Umhverfisstofnun hefur gert úttekt á svæðinu og telur áframhaldandi lokun mikilvæga, frá þessu er greint í tilkynningu á vef stofnunarinnar.

Umhverfisstofnun telur lokunina mikilvæga þar sem hætta er á verulegri röskun á fuglalífi ef svæðið verður opið enda um varptíma fugla að ræða. „Svæðið nærri Gróttu og Grótta sjálf er vinsælt útivistarsvæði og því mikilvægt að bregðast við sem fyrst,“ segir á vef Umhverfisstofnunar.

Áformað er að lokunin á svæðinu taki gildi frá og með 15. júlí næstkomandi, landvarsla á svæðinu mun vera aukin á meðan að á lokuninni stendur til þess að gæta að henni sé framfylgt.

Umhverfisstofnun hefur óskað eftir umsögnum og samráði í tengslum við lokunina, þar sem um skyndilokun er að ræða óskar stofnunin eftir svari, ekki seinna en klukkan 13:00 föstudaginn 12. júlí næstkomandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.