Enski boltinn

Stórsigrar hjá Malmö og Bröndby

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hjörtur með boltann í leiknum í kvöld.
Hjörtur með boltann í leiknum í kvöld. vísir/getty

Íslendingaliðin Bröndby og Malmö eru í góðum málum eftir fyrri leiki liðanna í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld en bæði lið unnu stórsigra.

Hjörtur Hermannsson spilaði allan leikinn í vörn Bröndby sem vann 4-1 sigur á finnska liðinu, FC Inter, en staðan var jöfn í hálfleik 1-1.

Kasper Fisker kom inn á miðju danska liðsins í hálfleik og hann skoraði og gaf eina stoðsendingu er Bröndby setti í næsta gír í síðari hálfleik. Lokatölur 4-1.

Arnór Ingvi Traustason lét sér það nægja að sitja á bekknum allan tímann er Malmö rúllaði yfir Ballymena United, 7-0, á heimavelli en Arnór Ingvi er yfirleitt fastamaður í liði Malmö.

Síðari leikir liðanna fara fram að viku liðinni en bæði lið eru komin með annan fótinn í næstu umferð, sér í lagi Malmö.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.