Erlent

Farþegarnir hófust á loft þegar þota lenti í heiðkviku

Gunnar Reynir Valþórsson og Kjartan Kjartansson skrifa
Sjúkraliðar hlúa að farþegum við komuna til Honolulu.
Sjúkraliðar hlúa að farþegum við komuna til Honolulu. AP/Tim Tricky

Að minnsta kosti þrjátíu og sjö flugfarþegar slösuðust þegar þota Air Canada lenti í mikilli og óvæntri ókyrrð á leiðinni frá Vancouver til Sidney í Ástralíu. Um borð voru 248 manns og var langt liðið á flugið þegar óhappið varð og því margir ekki í beltum.

Farþegi lýsir því í samtali við fjölmiðla að fólk hafi hreinlega tekist á flug og skollið á lofti vélarinnar. Farþegarýmið hafi verið blóðugt og dældað eftir hamaganginn.

Vélin var í um tveggja tíma fjarlægð frá Havaí og var ákveðið að snúa henni við og lenda þar til að hlúa að farþegunum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að þrjátíu hafi verið fluttir á sjúkrahús í Honolulu og níu séu mikið slasaðir.

Flugfélagið segir að þotan hafi lent í svonefndri heiðkviku. Það er ókyrrð á annars kyrrlátum og heiðum himni. Hún á sér stað þegar loftmassar sem fara mishratt yfir mætast. Heiðkvika sést hvorki á hefðbundnum ratsjám né með berum augum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.