Erlent

Farþegarnir hófust á loft þegar þota lenti í heiðkviku

Gunnar Reynir Valþórsson og Kjartan Kjartansson skrifa
Sjúkraliðar hlúa að farþegum við komuna til Honolulu.
Sjúkraliðar hlúa að farþegum við komuna til Honolulu. AP/Tim Tricky
Að minnsta kosti þrjátíu og sjö flugfarþegar slösuðust þegar þota Air Canada lenti í mikilli og óvæntri ókyrrð á leiðinni frá Vancouver til Sidney í Ástralíu. Um borð voru 248 manns og var langt liðið á flugið þegar óhappið varð og því margir ekki í beltum.

Farþegi lýsir því í samtali við fjölmiðla að fólk hafi hreinlega tekist á flug og skollið á lofti vélarinnar. Farþegarýmið hafi verið blóðugt og dældað eftir hamaganginn.

Vélin var í um tveggja tíma fjarlægð frá Havaí og var ákveðið að snúa henni við og lenda þar til að hlúa að farþegunum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að þrjátíu hafi verið fluttir á sjúkrahús í Honolulu og níu séu mikið slasaðir.

Flugfélagið segir að þotan hafi lent í svonefndri heiðkviku. Það er ókyrrð á annars kyrrlátum og heiðum himni. Hún á sér stað þegar loftmassar sem fara mishratt yfir mætast. Heiðkvika sést hvorki á hefðbundnum ratsjám né með berum augum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×