Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júlí 2019 19:00 Eitthvað virðast þingkonurnar fjórar fara í taugarnar á Trump. Hann vill helst sjá þær yfirgefa Bandaríkin. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í dag röð tísta þar sem hann gerði nýlega kjörnar þingkonur Demókrataflokksins að umfjöllunarefni sínu. Benti hann þingkonunum á að snúa aftur til sinna upprunalanda í stað þess að vera að vasast í stjórnarháttum Bandaríkjanna. Þrjár af fjórum þeirra eru þó fæddar í Bandaríkjunum.So interesting to see “Progressive” Democrat Congresswomen, who originally came from countries whose governments are a complete and total catastrophe, the worst, most corrupt and inept anywhere in the world (if they even have a functioning government at all), now loudly...... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 14, 2019 Leiða má sterkar líkur að því að þingkonurnar sem Trump á við séu þær Alexandria Ocasio-Cotez, Ayanna Pressley, Rashida Tlaib og Ilhan Omar. Trump virðist þó hafa hlaupið á sig, en allar eru þingkonurnar fæddar í Bandaríkjunum, nema sú síðastnefnda, sem fædd er í Sómalíu. Í tístunum sagði Trump áhugavert að sjá konurnar, sem komi upprunalega frá öðrum löndum en Bandaríkjunum, sem er ekki rétt, reyna nú að segja Bandaríkjamönnum hátt og snjallt hvernig þeir eigi að haga stjórnarháttum sínum.....and viciously telling the people of the United States, the greatest and most powerful Nation on earth, how our government is to be run. Why don’t they go back and help fix the totally broken and crime infested places from which they came. Then come back and show us how.... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 14, 2019 Stjórnmálasérfræðingar vestanhafs telja Trump með tístum sínum hafa stigið inn í deilur á milli þingkvennanna fjögurra og Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar þingsins. Hún hefur á síðustu dögum reynt að draga úr áhrifum Ocasio-Cortez á þinginu og innan Demókrataflokksins. Ocasio-Cortez hefur sakað Pelosi um að reyna að jaðarsetja konur sem eru dökkar á hörund.....it is done. These places need your help badly, you can’t leave fast enough. I’m sure that Nancy Pelosi would be very happy to quickly work out free travel arrangements! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 14, 2019 Á föstudag kom Trump Pelosi óvænt til varnar þar sem hann sagði hana ekki vera fordómafulla í garð þeirra sem dökkir eru á hörund. En nú hefur Trump, eins og áður segir, snúið sér beint að þingkonunum, sem hann segist viss um að Nancy Pelosi væri meira en tilbúin að hjálpa til við að koma úr landi. Demókratar hafa margir hverjir fordæmt ummæli forsetans og sakað hann um kynþáttafordóma, og ekki í fyrsta skipti. Til að mynda er það mörgum í fersku minni þegar Trump hélt því ítrekað fram að Barack Obama væri raunverulega fæddur utan Bandaríkjanna. Þá er vert að minnast þess þegar hann hóf kosningabaráttu sína árið 2015, en snemma í baráttunni sagði hann marga mexíkóska innflytjendur ótínda glæpamenn og nauðgara. Eins hefur hann velt upp þeirri spurningu hvers vegna Bandaríkin tækju við svo mörgum innflytjendum frá „skítaholum“ á borð við Haítí, El Salvador og nokkur Afríkulönd. Demókratar eru þó ekki þeir einu sem fordæmt hafa ummæli forsetans, en þingmaðurinn Justin Amash, sem hingað til hefur setið á þingi fyrir Repúblikana, en virðist nú vera við það að yfirgefa flokkinn, hefur sagt ummæli Trump um þingkonurnar „rasísk og ógeðsleg.“ Eins og áður segir eru þrjár kvennanna fjögurra sem Trump hefur bent á að „snúa aftur til landanna hvaðan þær komu,“ fæddar í Bandaríkjunum. Sú fjórða hefur búið þar frá 12 ára aldri.Tvær þingkvennanna sem um ræðir, Alexandria Ocasio-Cortez og Ilhan Omar. Sú síðarnefnda er fædd í Sómalíu en hefur búið í Bandaríkjunum frá 12 ára aldri.Vísir/Getty Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í dag röð tísta þar sem hann gerði nýlega kjörnar þingkonur Demókrataflokksins að umfjöllunarefni sínu. Benti hann þingkonunum á að snúa aftur til sinna upprunalanda í stað þess að vera að vasast í stjórnarháttum Bandaríkjanna. Þrjár af fjórum þeirra eru þó fæddar í Bandaríkjunum.So interesting to see “Progressive” Democrat Congresswomen, who originally came from countries whose governments are a complete and total catastrophe, the worst, most corrupt and inept anywhere in the world (if they even have a functioning government at all), now loudly...... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 14, 2019 Leiða má sterkar líkur að því að þingkonurnar sem Trump á við séu þær Alexandria Ocasio-Cotez, Ayanna Pressley, Rashida Tlaib og Ilhan Omar. Trump virðist þó hafa hlaupið á sig, en allar eru þingkonurnar fæddar í Bandaríkjunum, nema sú síðastnefnda, sem fædd er í Sómalíu. Í tístunum sagði Trump áhugavert að sjá konurnar, sem komi upprunalega frá öðrum löndum en Bandaríkjunum, sem er ekki rétt, reyna nú að segja Bandaríkjamönnum hátt og snjallt hvernig þeir eigi að haga stjórnarháttum sínum.....and viciously telling the people of the United States, the greatest and most powerful Nation on earth, how our government is to be run. Why don’t they go back and help fix the totally broken and crime infested places from which they came. Then come back and show us how.... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 14, 2019 Stjórnmálasérfræðingar vestanhafs telja Trump með tístum sínum hafa stigið inn í deilur á milli þingkvennanna fjögurra og Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar þingsins. Hún hefur á síðustu dögum reynt að draga úr áhrifum Ocasio-Cortez á þinginu og innan Demókrataflokksins. Ocasio-Cortez hefur sakað Pelosi um að reyna að jaðarsetja konur sem eru dökkar á hörund.....it is done. These places need your help badly, you can’t leave fast enough. I’m sure that Nancy Pelosi would be very happy to quickly work out free travel arrangements! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 14, 2019 Á föstudag kom Trump Pelosi óvænt til varnar þar sem hann sagði hana ekki vera fordómafulla í garð þeirra sem dökkir eru á hörund. En nú hefur Trump, eins og áður segir, snúið sér beint að þingkonunum, sem hann segist viss um að Nancy Pelosi væri meira en tilbúin að hjálpa til við að koma úr landi. Demókratar hafa margir hverjir fordæmt ummæli forsetans og sakað hann um kynþáttafordóma, og ekki í fyrsta skipti. Til að mynda er það mörgum í fersku minni þegar Trump hélt því ítrekað fram að Barack Obama væri raunverulega fæddur utan Bandaríkjanna. Þá er vert að minnast þess þegar hann hóf kosningabaráttu sína árið 2015, en snemma í baráttunni sagði hann marga mexíkóska innflytjendur ótínda glæpamenn og nauðgara. Eins hefur hann velt upp þeirri spurningu hvers vegna Bandaríkin tækju við svo mörgum innflytjendum frá „skítaholum“ á borð við Haítí, El Salvador og nokkur Afríkulönd. Demókratar eru þó ekki þeir einu sem fordæmt hafa ummæli forsetans, en þingmaðurinn Justin Amash, sem hingað til hefur setið á þingi fyrir Repúblikana, en virðist nú vera við það að yfirgefa flokkinn, hefur sagt ummæli Trump um þingkonurnar „rasísk og ógeðsleg.“ Eins og áður segir eru þrjár kvennanna fjögurra sem Trump hefur bent á að „snúa aftur til landanna hvaðan þær komu,“ fæddar í Bandaríkjunum. Sú fjórða hefur búið þar frá 12 ára aldri.Tvær þingkvennanna sem um ræðir, Alexandria Ocasio-Cortez og Ilhan Omar. Sú síðarnefnda er fædd í Sómalíu en hefur búið í Bandaríkjunum frá 12 ára aldri.Vísir/Getty
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira