Fótbolti

Griezmann fær ekki sjöuna hjá Barcelona

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Griezmann mun vera númer 17 hjá Barca
Griezmann mun vera númer 17 hjá Barca vísir/getty

Franski markahrókurinn Antoine Griezmann gekk í raðir spænska stórveldisins Barcelona um helgina en hann kemur til Katalóniurisans eftir að hafa stimplað sig inn sem einn allra besti sóknarmaður heims með Atletico Madrid á undanförnum árum.

Griezmann var kynntur til leiks við hátíðlega athöfn á Nývangi í gær og kom þar í ljós að hann mun klæðast treyju númer 17 hjá Barcelona.

Þessi 28 ára gamli Frakki hefur verið í treyju númer sjö hjá Atletico og einnig hjá franska landsliðinu. Voru orðrómar á kreiki þess efnis að hann myndi hirða sjöuna af Philippe Coutinho hjá Barca þar sem talið er að sá brasilíski gæti verið á förum.

Hefur Coutinho verið orðaður við endurkomu til Liverpool en hann hefur einnig verið orðaður við Manchester United.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.