Íslenski boltinn

Botnliðið skiptir um þjálfara

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þórhallur Víkingsson og Rakel Logadóttir, gamli og nýi þjálfarinn.
Þórhallur Víkingsson og Rakel Logadóttir, gamli og nýi þjálfarinn. vísir/bára

Þórhallur Víkingsson er hættur sem þjálfari HK/Víkings, botnliðs Pepsi Max-deildar kvenna.

Aðstoðarþjálfarinn Rakel Logadóttir tekur við HK/Víkingi og stýrir liðinu í síðustu tíu leikjum þess í Pepsi Max-deildinni. Lára Hafliðadóttir verður Rakel til aðstoðar.

Fyrsti leikur Rakelar við stjórnvölinn verður gegn KR í Vesturbænum annað kvöld. Hún var ráðin aðstoðarþjálfari HK/Víkings fyrir tímabilið. Rakel er einn leikjahæsti leikmaður efstu deildar kvenna á Íslandi og vann fjölda titla með Val. Þá lék hún 26 A-landsleiki.

HK/Víkingur tapaði 6-0 fyrir Þór/KA í síðustu umferð og hefur tapað fjórum leikjum í röð í deild og bikar. HK/Víkingur er með sex stig á botni deildarinnar, einu stigi frá öruggu sæti.

Þórhallur tók við HK/Víkingi fyrir síðasta tímabil. Undir hans stjórn endaði liðið í 7. sæti í fyrra.

Þórhallur er annar þjálfarinn í Pepsi Max-deild kvenna sem hættir. Í byrjun þessa mánaðar hætti Bojana Besic hjá KR.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.