Enski boltinn

Inter að leggja fram nýtt tilboð í Lukaku

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Lukaku virðist ekki eiga framtíð hjá Ole Gunnar Solskjær
Lukaku virðist ekki eiga framtíð hjá Ole Gunnar Solskjær vísir/Getty
Ítalska úrvalsdeildarliðið Inter Milan undirbýr nú nýtt tilboð í belgíska framherjann Romelu Lukaku en viðræður milli ítalska liðsins og Manchester United hafa verið í gangi undanfarna dag.Man Utd hefur sett 80 milljón punda verðmiða á þennan 26 ára gamla framherja.Samkvæmt heimildum Sky Sports hljóðar nýtt tilboð Inter upp á 60 milljónir punda en inniheldur ýmis ákvæði sem forráðamenn Inter vonast til að muni freista enska félagið.Ítalirnir gera sér grein fyrir því að þeir þurfa að hafa hraðar hendur í þessum félagaskiptum þar sem talið er að Man Utd hyggist fylla skarð Lukaku með nýjum sóknarmanni, verði af því að Belginn yfirgefi félagið.Lukaku hefur skorað 42 mörk í 96 leikjum fyrir Man Utd síðan hann gekk í raðir félagsins sumarið 2017 en þá borgaði Man Utd 79 milljónir punda til Everton.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.