Enski boltinn

Inter að leggja fram nýtt tilboð í Lukaku

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Lukaku virðist ekki eiga framtíð hjá Ole Gunnar Solskjær
Lukaku virðist ekki eiga framtíð hjá Ole Gunnar Solskjær vísir/Getty

Ítalska úrvalsdeildarliðið Inter Milan undirbýr nú nýtt tilboð í belgíska framherjann Romelu Lukaku en viðræður milli ítalska liðsins og Manchester United hafa verið í gangi undanfarna dag.

Man Utd hefur sett 80 milljón punda verðmiða á þennan 26 ára gamla framherja.

Samkvæmt heimildum Sky Sports hljóðar nýtt tilboð Inter upp á 60 milljónir punda en inniheldur ýmis ákvæði sem forráðamenn Inter vonast til að muni freista enska félagið.

Ítalirnir gera sér grein fyrir því að þeir þurfa að hafa hraðar hendur í þessum félagaskiptum þar sem talið er að Man Utd hyggist fylla skarð Lukaku með nýjum sóknarmanni, verði af því að Belginn yfirgefi félagið.

Lukaku hefur skorað 42 mörk í 96 leikjum fyrir Man Utd síðan hann gekk í raðir félagsins sumarið 2017 en þá borgaði Man Utd 79 milljónir punda til Everton.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.