Enski boltinn

Franskur sóknarmaður að verða dýrasti leikmaður í sögu West Ham

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sebastian Haller og Luka Jovic. Rándýrt framherjapar.
Sebastian Haller og Luka Jovic. Rándýrt framherjapar. vísir/getty

Þýska úrvalsdeildarliðið Eintracht Frankfurt hefur staðfest að hafa samþykkt kauptilboð enska úrvalsdeildarliðsins West Ham United í franska sóknarmanninn Sebastian Haller.

Enskir fjölmiðlar segja kaupverðið vera 45 milljónir punda sem myndi gera Haller að dýrasta leikmanni í sögu West Ham en fyrir sléttu ári síðan keypti Lundúnarliðið Felipe Anderson frá Lazio á 36 milljónir punda.

Haller skoraði 14 mörk í þýsku Bundesligunni á síðustu leiktíð en þessi 25 ára gamli sóknarmaður á landsleiki að baki fyrir öll yngri landslið Frakklands. 

Honum er ætlað að fylla skarð Marko Arnautovic sem yfirgaf West Ham á dögunum og færði sig um set til Kína.

West Ham hefur látið til sín taka á leikmannamarkaðnum í sumar en spænska ungstirnið Pablo Fornals var keyptur til liðsins fyrir 24 milljónir punda frá Villarreal á dögunum.

Haller er annar sóknarmaðurinn til að yfirgefa Frankfurt í sumar fyrir himinháa upphæð en fyrr í sumar keypti Real Madrid Luka Jovic frá Frankfurt fyrir 60 milljónir evra.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.