Íslenski boltinn

Jákup Thomsen með slitið krossband

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Tímabilið búið hjá Jákup Thomsen
Tímabilið búið hjá Jákup Thomsen vísir/bára

Meiðsli færeyska framherjans Jákup Thomsen eru alvarlegri en talið var í fyrstu þar sem nú er orðið ljóst að hann sleit krossband í hné í leik gegn ÍBV á dögunum.

Þetta kemur fram í færslu á Instagram síðu kappans. Þar kemur jafnframt fram að hann reikni með að vera frá næsta árið vegna meiðslanna.

Það er í það minnsta ljóst að hann mun ekki spila meira með FH á þessari leiktíð en hann hefur skorað eitt mark í Pepsi-Max deildinni í sumar þar sem hann hefur spilað 11 leiki.

Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, hefur sagt frá því opinberlega að félagið sé í leit að sóknarmanni í kjölfar meiðsla Thomsen en FH-ingar sitja í 5.sæti Pepsi-Max deildarinnar, tíu stigum á eftir toppliði KR.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.