Íslenski boltinn

Jákup Thomsen með slitið krossband

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Tímabilið búið hjá Jákup Thomsen
Tímabilið búið hjá Jákup Thomsen vísir/bára
Meiðsli færeyska framherjans Jákup Thomsen eru alvarlegri en talið var í fyrstu þar sem nú er orðið ljóst að hann sleit krossband í hné í leik gegn ÍBV á dögunum.

Þetta kemur fram í færslu á Instagram síðu kappans. Þar kemur jafnframt fram að hann reikni með að vera frá næsta árið vegna meiðslanna.

Það er í það minnsta ljóst að hann mun ekki spila meira með FH á þessari leiktíð en hann hefur skorað eitt mark í Pepsi-Max deildinni í sumar þar sem hann hefur spilað 11 leiki.

Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, hefur sagt frá því opinberlega að félagið sé í leit að sóknarmanni í kjölfar meiðsla Thomsen en FH-ingar sitja í 5.sæti Pepsi-Max deildarinnar, tíu stigum á eftir toppliði KR.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.