Fótbolti

Fyrsti leikur Kolbeins í byrjunarliði í tæp þrjú ár

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kolbeinn og félagar í AIK eru þremur stigum á toppnum í Svíþjóð.
Kolbeinn og félagar í AIK eru þremur stigum á toppnum í Svíþjóð. vísir/getty

Kolbeinn Sigþórsson var í fyrsta skipti í byrjunarliði AIK þegar liðið bar sigurorð af Kalmar, 0-1, í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Kolbeinn hafði komið þrisvar sinnum inn á sem varamaður hjá AIK í deildinni á tímabilinu en fékk tækifæri í byrjunarliði meistaranna í dag.

Þetta var ekki bara fyrsti leikur Kolbeins í byrjunarliði AIK heldur fyrsti leikur hans í byrjunarliði hjá aðalliði félagsliðs í tæp þrjú ár. Hann byrjaði síðast inn á í leik Nantes og Bordeaux í frönsku úrvalsdeildinni 28. ágúst 2016, eða fyrir 1043 dögum.

Kolbeinn lék fyrstu 70 mínúturnar í leiknum í dag og nældi sér í gult spjald skömmu fyrir hálfleik. Chinedu Obasi skoraði eina mark leiksins á 56. mínútu. 

AIK er í 2. sæti deildarinnar með 28 stig, þremur stigum á eftir toppliði Malmö.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.