Fótbolti

Kolbeinn og félagar manni færri í 77 mínútur og töpuðu í Armeníu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kolbeinn hefur komið við sögu í fimm leikjum með AIK á tímabilinu.
Kolbeinn hefur komið við sögu í fimm leikjum með AIK á tímabilinu. vísir/bára

Kolbeinn Sigþórsson lék síðustu 25 mínúturnar þegar AIK tapaði fyrir Ararat-Armeníu, 2-1, í fyrri leik liðanna í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í dag.

Sænsku meistararnir byrjuðu leikinn skelfilega, lentu undir strax á 3. mínútu og tíu mínútum síðar fékk Robert Lundstrom sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Þrátt fyrir að vera manni færri jafnaði AIK á 39. mínútu með marki Chinedus Obasi.

Á lokamínútu fyrri hálfleiks skoraði Petros Avetisyan sitt annað mark og kom armensku meisturunum yfir.

Kolbeinn kom inn á fyrir markaskorarann Obasi á 65. mínútu.

AIK tókst ekki að jafna en útivallarmarkið sem Obasi skoraði gæti reynst liðinu dýrmætt í seinni leiknum sem fer fram í Svíþjóð á miðvikudaginn í næstu viku.

Sigurvegarinn í einvíginu mætir annað hvort Val eða Maribor í næstu umferð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.