Musk borar inn í heila Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. júlí 2019 06:00 Elon Musk. Nathan Dvir/Getty Sérvitri auðjöfurinn Elon Musk og fyrirtæki hans NeuraLink kynntu í fyrrinótt afrakstur rannsóknarvinnu sinnar í fyrsta sinn. NeuraLink hefur unnið fyrir luktum dyrum að því að þróa leiðir til þess að tengja mannsheilann beint við tölvur og gervigreind. Fyrirtækið hefur nú sótt um leyfi hjá yfirvöldum í Bandaríkjunum til þess að hefja prufur á fólki og vonast er til að það gerist áður en árið er úti. Hingað til hefur tæknin ekki verið prófuð nema á dýrum. Einna helst hefur fyrirtækið gert prufur á rottum. Musk sagði frá því að fyrirtækið hefði þó náð að gera apa kleift að stýra tölvu með hugaraflinu einu. „Markmiðið er að skapa samlífi með gervigreind. Jafnvel í bjartsýnustu framtíðarsýn bendir allt til þess að gervigreindin spæni fram úr mannkyninu og skilji það eftir,“ sagði Musk. Til þess að fyrirbyggja það þyrfti mannkynið að tengjast gervigreindinni og þannig skapa eins konar ofurgreind í mannsheilanum sjálfum. Markmiðið með kynningunni í fyrrinótt var einkum að fá fleiri rannsakendur og sérfræðinga til liðs við fyrirtækið. Græjan sem NeuraLink hefur nú þróað er lítill 3.000 rafskauta nemi sem tengdur er við sveigjanlega og afar þunna þræði. Neminn getur fylgst með virkni um þúsund taugafruma og þar sem þræðirnir eru sveigjanlegir heldur NeuraLink því fram að tæknin dragi úr líkum á heilaskaða vegna þess að neminn getur hreyfst með heilanum innan höfuðkúpunnar. Öfugt við til að mynda tækni Blackrock Microsystems sem styðst við örnálar. „Það er ekki eins og við munum strax búa yfir einhverjum stórkostlegum tauganema og getum tekið yfir heilann þegar í stað. Þetta mun taka langan tíma. En fyrir þá sem það kjósa mun tæknin að endingu geta boðið upp á samlífi við gervigreind,“ sagði Musk. Eins og stendur getur NeuraLink einungis komið nemanum fyrir með því að bora gat í höfuðkúpu viðkomandi. Það verður tilfellið með fyrstu manneskjurnar sem gefa kost á sér í prufur, ef af verður. Tengingin verður heldur ekki þráðlaus, að minnsta kosti í bili, heldur verður heilinn tengdur við tölvu með USB-C snúru. Vissulega er NeuraLink ekki fyrsta fyrirtækið til þess að rannsaka og áforma tengingu heilans við tölvur. Áður hafa rannsakendur náð að tengja hreyfihamlaða og gera þeim kleift að stýra til að mynda tölvumúsum og gerviútlimum. Breska ríkisútvarpið hafði eftir Andrew Hires, taugalíffræðingi hjá háskólanum í Suður-Kaliforníu, að NeuraLink hafi litið til þess besta sem þróað hefur verið hingað til og ýtt tækninni áfram að markverðu leyti. „Stærsta byltingin er þróun nema sem er þróaðari en það sem nú býðst.“ Þá sagði Krittika D’Silva, gervigreindarsérfræðingur hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA, að tæknin væri afar spennandi þar sem í henni felst minna inngrip en hefur tíðkast hingað til. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tesla Tækni Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira
Sérvitri auðjöfurinn Elon Musk og fyrirtæki hans NeuraLink kynntu í fyrrinótt afrakstur rannsóknarvinnu sinnar í fyrsta sinn. NeuraLink hefur unnið fyrir luktum dyrum að því að þróa leiðir til þess að tengja mannsheilann beint við tölvur og gervigreind. Fyrirtækið hefur nú sótt um leyfi hjá yfirvöldum í Bandaríkjunum til þess að hefja prufur á fólki og vonast er til að það gerist áður en árið er úti. Hingað til hefur tæknin ekki verið prófuð nema á dýrum. Einna helst hefur fyrirtækið gert prufur á rottum. Musk sagði frá því að fyrirtækið hefði þó náð að gera apa kleift að stýra tölvu með hugaraflinu einu. „Markmiðið er að skapa samlífi með gervigreind. Jafnvel í bjartsýnustu framtíðarsýn bendir allt til þess að gervigreindin spæni fram úr mannkyninu og skilji það eftir,“ sagði Musk. Til þess að fyrirbyggja það þyrfti mannkynið að tengjast gervigreindinni og þannig skapa eins konar ofurgreind í mannsheilanum sjálfum. Markmiðið með kynningunni í fyrrinótt var einkum að fá fleiri rannsakendur og sérfræðinga til liðs við fyrirtækið. Græjan sem NeuraLink hefur nú þróað er lítill 3.000 rafskauta nemi sem tengdur er við sveigjanlega og afar þunna þræði. Neminn getur fylgst með virkni um þúsund taugafruma og þar sem þræðirnir eru sveigjanlegir heldur NeuraLink því fram að tæknin dragi úr líkum á heilaskaða vegna þess að neminn getur hreyfst með heilanum innan höfuðkúpunnar. Öfugt við til að mynda tækni Blackrock Microsystems sem styðst við örnálar. „Það er ekki eins og við munum strax búa yfir einhverjum stórkostlegum tauganema og getum tekið yfir heilann þegar í stað. Þetta mun taka langan tíma. En fyrir þá sem það kjósa mun tæknin að endingu geta boðið upp á samlífi við gervigreind,“ sagði Musk. Eins og stendur getur NeuraLink einungis komið nemanum fyrir með því að bora gat í höfuðkúpu viðkomandi. Það verður tilfellið með fyrstu manneskjurnar sem gefa kost á sér í prufur, ef af verður. Tengingin verður heldur ekki þráðlaus, að minnsta kosti í bili, heldur verður heilinn tengdur við tölvu með USB-C snúru. Vissulega er NeuraLink ekki fyrsta fyrirtækið til þess að rannsaka og áforma tengingu heilans við tölvur. Áður hafa rannsakendur náð að tengja hreyfihamlaða og gera þeim kleift að stýra til að mynda tölvumúsum og gerviútlimum. Breska ríkisútvarpið hafði eftir Andrew Hires, taugalíffræðingi hjá háskólanum í Suður-Kaliforníu, að NeuraLink hafi litið til þess besta sem þróað hefur verið hingað til og ýtt tækninni áfram að markverðu leyti. „Stærsta byltingin er þróun nema sem er þróaðari en það sem nú býðst.“ Þá sagði Krittika D’Silva, gervigreindarsérfræðingur hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA, að tæknin væri afar spennandi þar sem í henni felst minna inngrip en hefur tíðkast hingað til.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tesla Tækni Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira