Íslenski boltinn

KA kallar varnarmann til baka úr Ólafsvík

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, hefur gefið út að liðið sé í leit að liðsstyrk áður en glugginn lokar
Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, hefur gefið út að liðið sé í leit að liðsstyrk áður en glugginn lokar vísir/bára

KA-menn hafa kallað Ívar Örn Árnason til baka úr láni frá Víkingi Ólafsvík þar sem hann hefur leikið 10 leiki fyrir Ólafsvíkinga í Inkasso deildinni í sumar.

KA situr í næstneðsta sæti Pepsi-Max deildarinnar og hafa átt í vandræðum með varnarleikinn í sumar. Akureyringar búnir að fá á sig 21 mark og aðeins botnlið ÍBV sem hefur fengið á sig fleiri mörk.

Ívari er ætlað að styrkja varnarleik KA-manna en hann getur leikið bæði sem miðvörður og vinstri bakvörður. Hann á 32 leiki fyrir KA og 10 leiki fyrir Magna Grenivík.

Hann mun þó ekki klára tímabilið með KA vegna náms í Bandaríkjunum og heldur hann því utan í ágústmánuði.

Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, hefur gefið það út að hann sé í leit að liðsstyrk áður en lokað verður fyrir félagaskipti í lok mánaðarins en KA-menn seldu sinn besta mann á dögunum þegar Daníel Hafsteinsson gekk í raðir sænska úrvalsdeildarliðsins Helsingborg.


Tengdar fréttir

Helsingborg tilkynnti komu Daníels

Daníel Hafsteinsson er formlega orðinn leikmaður sænska liðsins Helsingborg eftir að hafa skrifað undir þriggja og hálfs árs samning hjá félaginu í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.