Innlent

Fylgi Sjálf­stæðis­flokksins dalar en Mið­flokkurinn sækir í sig veðrið

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hér sjást Miðflokksmennirnir Karl Gauti Hjaltason, Bergþór Ólason og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á þingi fyrr í sumar.
Hér sjást Miðflokksmennirnir Karl Gauti Hjaltason, Bergþór Ólason og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á þingi fyrr í sumar. vísir/vilhelm

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 19 prósent í nýrri könnun MMR sem birt er í dag. Fylgi flokksins minnkar um rúm þrjú prósentustig frá mælingu MMR í júní.

Samkvæmt vef MMR hefur Sjálfstæðisflokkurinn aldrei mælst með minna fylgi í könnunum fyrirtækisins.

Miðflokkurinn bætir hins vegar við sig og mælist nú með 14,4 prósent sem er tæpum fjórum prósentustigum meira en í júní.

Þá mælist fylgi Pírata 14,9 prósent og helst það nær óbreytt á milli kannana.

Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 40,9 prósent miðað við 40,2 prósent í júní.

Hér fyrir neðan má sjá fylgi flokkanna eins og það mælist hjá MMR nú samanborið við könnun í júnímánuði. Þá má nálgast nánari upplýsingar um könnunina á vef MMR.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 19,0% og mældist 22,1% í síðustu könnun.

Fylgi Pírata mældist nú 14,9% og mældist 14,4% í síðustu könnun.

Fylgi Miðflokksins mældist nú 14,4% og mældist 10,6% í síðustu könnun.

Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 13,5% og mældist 14,4% í síðustu könnun.

Fylgi Vinstri grænna mældist nú 10,3% og mældist 11,3% í síðustu könnun.

Fylgi Viðreisnar mældist nú 9,7% og mældist 9,5% í síðustu könnun.

Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 8,4% og mældist 7,7% í síðustu könnun.

Fylgi Flokks fólksins mældist nú 4,8% og mældist 4,2% í síðustu könnun.

Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 4,3% og mældist 4,4% í síðustu könnun.

Fylgi annarra flokka mældist 0,8% samanlagt.


Tengdar fréttir

Gagnrýni Davíðs reynir á tilfinningar Sjálfstæðismanna

Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir harða gagnrýni Davíðs Oddssonar á flokksforrystuna vera tilfinningalega erfiða fyrir marga flokksmenn. Þingmenn flokksins séu ósáttir við ritstjórnarskrif Davíðs þar sem magnaðar séu upp áhyggjur sem ekki skipta máli. Aðspurður um ákvörðun Bjarna Benediktssonar um að birta ekki afmælisgrein flokksins í Morgunblaðinu segir hann að pirringur geti virkað í báðar áttir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.