Sagði lögreglu að árásarmaðurinn væri ástfanginn af kærustunni hans Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júlí 2019 15:49 Árásin átti sér stað á Neskaupstað. Vísir/Vilhelm Árásarmaðurinn í hnífstungumálinu á Neskaupstað var ástfanginn af kærustu þess sem hann stakk. Þetta sagði brotaþoli við lögregluna stuttu eftir árásina að því er fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Austurlands sem Landsréttur staðfesti í gær. Í úrskurðinum segir að rétt fyrir miðnætti aðfaranótt 11. júlí hafi nágranni fórnarlambsins kallað til lögreglu vegna manns sem stunginn hafði verið með hnífi og lægi alblóðugur fyrir utan dyrnar hjá sér. Taldi nágranninn sig vita hver árásarmaðurinn væri og á hvaða leið hann væri. Lögregla hafði uppi á árásarmanninum stuttu síðar og streittist hann ekki á móti við handtöku. Hann var í kjölfarið fluttur á lögreglustöð. Í úrskurðinum segir einnig að lögreglumaður sem fór á vettvang hafi fundið brotaþola liggjandi fyrir utan útidyrahurð nágranna síns. Hann hafi verið með stungusár víðs vegar um líkamann, mikla blæðingu og skerta meðvitund. Þrátt fyrir skerta meðvitund var brotaþola unnt að greina frá því hvað átti sér stað og hver réðst á hann. Sagði hann lögreglunni frá því að árásarmaðurinn væri ástfanginn af kærustu hans. Hann hefði margoft hótað að stinga hana, skera hana á háls og drepa.Lýsir því hvernig árásarmaðurinn horfði á hann í gegnum rúðuna Nágranninn sem gerði lögreglu viðvart lýsir því að hann hafi verið að fara að sofa þegar mikil læti og harkalegt bank hafi borist frá útidyrahurð húss hans. Hann hafi farið niður og þá séð brotaþola liggja utan í hurðinni. Opnaði hann dyrnar og hrundi brotaþoli inn alblóðugur. Því næst hafi nágranninn stuggað brotaþola aftur út og lokað hurðinni af ótta við að árásarmaðurinn myndi ryðjast inn til hans og gera honum eða fjölskyldu hans mein. Hann hafi í kjölfarið hringt á lögregluna. Nágranninn lýsir því síðan hvernig hann hafi farið aftur að útidyrahurðinni og þá séð kærða fyrir utan húsið, með hnífa í báðum höndum. Hann hafi litið út fyrir að vera að leita að þeim sem hann hafði stungið. Kærði hafi bankað lauslega með hnífunum á rúðuna og horft á vitnið. Á meðan hafi brotaþoli legið í felum fyrir aftan bifreið sem stóð á bílaplaninu fyrir utan. Því næst lýsir nágranninn því að kærði hafi gengið á brott, sleppt hnífunum rétt við bílaplanið og haldið fótgangandi í burt. Lögreglu hafi borið að stuttu síðar. Landsréttur staðfestir gæsluvarðhaldsúrskurð Landsréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum sem verður í gæsluvarðhaldi til 8. ágúst. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram maðurinn sé undir sterkum grun um tilraun til manndráps eða hættulega líkamsáras. Geti hann átt yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsisdóm.Úrskurðinn má nálgast hér. Dómsmál Fjarðabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Rannsókn á hnífstungu í Neskaupstað miðar ágætlega Rannsókn lögreglunnar á Austurlandi á hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað aðfaranótt fimmtudags gengur ágætlega að sögn Elvars Óskarssonar lögreglufulltrúa sem stýrir rannsóknardeildinni. 15. júlí 2019 10:40 Einn í haldi eftir hnífstungu í Neskaupstað Einn er í haldi lögreglunnar á Austurlandi eftir hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað í nótt. 11. júlí 2019 07:51 Líðan stöðug eftir hnífstunguárás Einn er í haldi lögreglunnar á Austurlandi eftir hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað í nótt. 11. júlí 2019 14:01 Úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Málið er rannsakað sem tilraun til manndráps. 11. júlí 2019 17:37 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Árásarmaðurinn í hnífstungumálinu á Neskaupstað var ástfanginn af kærustu þess sem hann stakk. Þetta sagði brotaþoli við lögregluna stuttu eftir árásina að því er fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Austurlands sem Landsréttur staðfesti í gær. Í úrskurðinum segir að rétt fyrir miðnætti aðfaranótt 11. júlí hafi nágranni fórnarlambsins kallað til lögreglu vegna manns sem stunginn hafði verið með hnífi og lægi alblóðugur fyrir utan dyrnar hjá sér. Taldi nágranninn sig vita hver árásarmaðurinn væri og á hvaða leið hann væri. Lögregla hafði uppi á árásarmanninum stuttu síðar og streittist hann ekki á móti við handtöku. Hann var í kjölfarið fluttur á lögreglustöð. Í úrskurðinum segir einnig að lögreglumaður sem fór á vettvang hafi fundið brotaþola liggjandi fyrir utan útidyrahurð nágranna síns. Hann hafi verið með stungusár víðs vegar um líkamann, mikla blæðingu og skerta meðvitund. Þrátt fyrir skerta meðvitund var brotaþola unnt að greina frá því hvað átti sér stað og hver réðst á hann. Sagði hann lögreglunni frá því að árásarmaðurinn væri ástfanginn af kærustu hans. Hann hefði margoft hótað að stinga hana, skera hana á háls og drepa.Lýsir því hvernig árásarmaðurinn horfði á hann í gegnum rúðuna Nágranninn sem gerði lögreglu viðvart lýsir því að hann hafi verið að fara að sofa þegar mikil læti og harkalegt bank hafi borist frá útidyrahurð húss hans. Hann hafi farið niður og þá séð brotaþola liggja utan í hurðinni. Opnaði hann dyrnar og hrundi brotaþoli inn alblóðugur. Því næst hafi nágranninn stuggað brotaþola aftur út og lokað hurðinni af ótta við að árásarmaðurinn myndi ryðjast inn til hans og gera honum eða fjölskyldu hans mein. Hann hafi í kjölfarið hringt á lögregluna. Nágranninn lýsir því síðan hvernig hann hafi farið aftur að útidyrahurðinni og þá séð kærða fyrir utan húsið, með hnífa í báðum höndum. Hann hafi litið út fyrir að vera að leita að þeim sem hann hafði stungið. Kærði hafi bankað lauslega með hnífunum á rúðuna og horft á vitnið. Á meðan hafi brotaþoli legið í felum fyrir aftan bifreið sem stóð á bílaplaninu fyrir utan. Því næst lýsir nágranninn því að kærði hafi gengið á brott, sleppt hnífunum rétt við bílaplanið og haldið fótgangandi í burt. Lögreglu hafi borið að stuttu síðar. Landsréttur staðfestir gæsluvarðhaldsúrskurð Landsréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum sem verður í gæsluvarðhaldi til 8. ágúst. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram maðurinn sé undir sterkum grun um tilraun til manndráps eða hættulega líkamsáras. Geti hann átt yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsisdóm.Úrskurðinn má nálgast hér.
Dómsmál Fjarðabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Rannsókn á hnífstungu í Neskaupstað miðar ágætlega Rannsókn lögreglunnar á Austurlandi á hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað aðfaranótt fimmtudags gengur ágætlega að sögn Elvars Óskarssonar lögreglufulltrúa sem stýrir rannsóknardeildinni. 15. júlí 2019 10:40 Einn í haldi eftir hnífstungu í Neskaupstað Einn er í haldi lögreglunnar á Austurlandi eftir hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað í nótt. 11. júlí 2019 07:51 Líðan stöðug eftir hnífstunguárás Einn er í haldi lögreglunnar á Austurlandi eftir hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað í nótt. 11. júlí 2019 14:01 Úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Málið er rannsakað sem tilraun til manndráps. 11. júlí 2019 17:37 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Rannsókn á hnífstungu í Neskaupstað miðar ágætlega Rannsókn lögreglunnar á Austurlandi á hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað aðfaranótt fimmtudags gengur ágætlega að sögn Elvars Óskarssonar lögreglufulltrúa sem stýrir rannsóknardeildinni. 15. júlí 2019 10:40
Einn í haldi eftir hnífstungu í Neskaupstað Einn er í haldi lögreglunnar á Austurlandi eftir hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað í nótt. 11. júlí 2019 07:51
Líðan stöðug eftir hnífstunguárás Einn er í haldi lögreglunnar á Austurlandi eftir hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað í nótt. 11. júlí 2019 14:01
Úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Málið er rannsakað sem tilraun til manndráps. 11. júlí 2019 17:37