Íslenski boltinn

Pedersen skrifar undir fjögurra ára samning við Val

Anton Ingi Leifsson skrifar
Patrick fagnar marki.
Patrick fagnar marki. vísir/bára
Patrick Pedersen hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Val en hann kemur til félagsins frá Sheriff.

Vísir greindi frá þessu fyrr í dag en anski framherjinn gekk í raðir Sheriff eftir síðustu leiktíð. Þar náði hann sér ekki á strik og er nú kominn aftur til Íslands.







Pedersen fór á kostum á síðustu leiktíð er hann skoraði sautján mörk í Pepsi-deildinni í þeim 21 leikjum sem spilaði á síðustu leiktíð.

Tímabilið á undan kom Patrick til félagsins um mitt sumar en þá skoraði hann sex mörk í níu leikjum. Ótrúleg markavél.

Frábær tíðindi fyrir Valsmenn sem eru í sjötta sæti deildarinnar eftir brösuga byrjun en Patrick getur spilað sinn fyrsta leik á fimmtudaginn er liðið mætir KA á heimavelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×